fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Menntskælingur skotinn til bana af lögreglu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 07:02

Frá vettvangi í Knoxville í gær. Mynd:Lögreglan/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Knoxville í Tennessee í Bandaríkjunum skaut síðdegis í gær, að staðartíma, nemanda við Austin-East Magnet High School til bana.  Hann hafði læst sig inni á salerni og neitaði að koma út. Þegar lögreglan opnaði dyrnar skaut hann á lögreglumenn sem svöruðu skothríðinni og urðu honum að bana.

Í færslu á Twitter sagði lögreglan að nokkrir hefðu verið skotnir í Austin-East Magnet High School og bað fólk að halda sig fjarri vettvangi, hér væri um skotárás að ræða í skólanum. Síðar sagði lögreglan að einn væri látinn og að annar hefði verið handtekinn. Þetta skildi fólk sem svo að skotmaðurinn væri í haldi og að hann hefði orðið einum að bana. En málin voru ekki þannig vaxin.

Fylkislögreglan, TBI, tók fljótlega við rannsókn málsins og kom með aðra útgáfu af atburðarásinni. Hún sagði að sá látni, sem var á unglingsaldri og nemandi í skólanum, hafi skotið á lögreglumenn þegar þeir opnuðu dyrnar inn á salernið. Einn lögreglumaður hafi orðið fyrir skoti, í fótlegg. Annar lögreglumaður svaraði skothríðinni og varð piltinum að bana. Engir aðrir urðu fyrir skotum.

Á fréttamannafundi sagði David Raucsh, yfirmaður TBI, að það verði að gæta að orðalagi í tilkynningum um atburði sem þessa. Hér hafi ekki verið um árás á nemendur að ræða.

Það sem af er ári hafa fimm nemendur verið skotnir til bana í Austin-East Magnet High School í fimm ótengdum málum að sögn CBS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks