fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ákærðir fyrir smygl á 9 tonnum af kókaíni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknarar í Kaupmannahöfn hafa ákært 15 manns í máli sem er væntanlega eitt stærsta fíkniefnamál Danmerkur frá upphafi. Ákært er fyrir smygl á 9 tonnum af kókaíni frá Hollandi, Belgíu og Þýskalandi frá 2012 fram á sumarið 2019. Nokkrir eru einnig ákærðir fyrir brot á vopnalöggjöfinni.

Annika Jensen, saksóknari, sagði í samtali við Ekstra Bladet að lögreglan telji að hópurinn, sem var vel skipulagður og starfaði fagmannlega, hafi smyglað 50 kílóum af kókaíni til landsins í hverjum mánuði frá 2012.

Samkvæmt ákærunni smyglaði hópurinn 4,5 tonnum af kókaíni til landsins en þar sem það var svo sterkt var hægt að drýgja það og tvöfalda magnið áður en það var selt. Af þeim sökum er ákært fyrir smygl á 9 tonnum.

Auk smygls og vopnalagabrota eru sumir ákærðir fyrir peningaþvætti og hylmingu.

Fólkið er allt frá Albaníu og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðasta sumar. Málið var unnið í samvinnu við lögreglulið víða um Evrópu. Hald hefur verið lagt á fasteignir og bíla í Albínu að verðmæti sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau