fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Pressan

Fegurðardrottning ákærð fyrir líkamsárás

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 07:01

Nikki Poteet Mynd:Nikki Poteet/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brittany Nicole Poteet, sem er yfirleitt kölluð Nikki var nýlega ákærð fyrir að hafa misþyrmt fyrrum unnusta sínum með hundakeðju. Nikki, sem er menntaður kjarnorkuverkfræðingur, hefur ofan í sig og á í Ástralíu með því að stunda glímu og kemur fram undir heitinu Nikki Poteet.

Nikki, sem er 33 ára, var handtekinn fyrr í mánuðinum nærri Sydney eftir að hún hafði að sögn lamið fyrrum unnusta sinn, sem er 43 ára, með hundakeðjunni. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún var handtekin. Samkvæmt frétt New York Post var hún handtekin fyrir þremur árum eftir að hún hafði lamið unnusta sinn margoft. Ekkert varð úr málinu annað en að nálgunarbann var sett á Nikki.

Nikki var kjörin ungfrú Virginia 2011 og ungfrú Bandaríkin 2012. Hún var síðar svipt titlinum eftir að hún birti mynd af sér á Facebook þar sem hún var með kórónuna og með textanum „Ungfrú alkóhólisti Bandaríkin“.

Nikki er síðar sögð hafa lent í orðaskaki við Derek Powell, samkynhneigðan meðleigjanda sinn, og vini hans og sameiginlega vini í Richmond í Virginíu. Powell sagði síðar að Nikki hafi gripið um kynfæri vinar hans, rifið hurð af hjörunum og látið níði rigna yfir þá vegna kynhneigðar þeirra.

2013 var hún ákærð fyrir grófa líkamsáras eftir að hún réðst á fyrrum unnusta sinn, James McElroy, með fiskikrók. Málið var síðar fellt niður því McElroy sagðist ekki muna neitt eftir árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt