fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Spáði Nostradamus virkilega fyrir um COVID-19?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 06:11

Nostradamus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur verið að hinn dularfulli spámaður Nostradamus, sem var uppi á sextándu öld, hafi spáð fyrir um COVID-19 veiruna? Veiru sem hefur nú árið 2020 orðið rúmlega 7.000 manns að bana víða um heim. Auk þess hafa tæplega 200.000 manns greinst smitaðir af veirunni og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur lýst henni sem heimsfaraldri.

COVID-19 er áður óþekkt tegund af kórónuveiru en margir telja að Nostradamus hafi spáð fyrir um heimsfaraldur af völdum COVID-19 í spádómi frá 1555! Samsæriskenningasmiðir og þeir sem telja sig geta lesið í spádóma Nostradamusar telja engan vafa leika á að hann hafi séð faraldurinn fyrir.

Michele de Nostredame, betur þekktur sem Nostradamus, var læknir og rithöfundur sem margir telja að hafa búið yfir spádómsgáfu. Þeir sem trúa á hæfileika hans í þessum efnum eru sannfærðir um að hann hafi spáð fyrir um ris Adolf Hitler og valdatöku hans í Þýskalandi og ýmislegt annað. Þessir meintu spádómar koma fram í bók Nostradamusar, Les Propheties, sem var gefin út 1555.

Spádómarnir eru settir fram í torræðum fjögurra línu ljóðum. Þessi stuttu ljóð eru frekar veikburða hvað varðar texta og í þeim kemur sjaldan neitt fram um staðsetningar eða fólk en samt sem áður telja margir sig geta lesið eitt og annað um framtíðina úr þeim.

Að undanförnu hafa „sérfræðingar“ í boðskap Nostradamusar farið mikinn á internetinu í túlkun á spádómum hans. Einn sagðist til dæmis geta lesið út úr skrifum hans að hann hafi spáð fyrir um COVID-19 og heimsfaraldurinn og að Donald Trump myndi smitast af veirunni.

Annar segist lesa spá um að heimsstyrjöld brjótist út á árinu út úr spádómum hans og að hún verði ekki háð með hefðbundnum vopnum.

„Kórónuveira er vopnið.“

Segir hann.

En það er kannski athyglistvert við allar þessar samsæriskenningar og túlkanir á spádómum Nostradamusar að þær eru settar fram eftir að atburðirnir eiga sér stað. Fáir virðast geta túlkað spádóma hans áður en þeir rætast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?