fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Ný skýrsla – Valdamiklir Bretar misnotuðu börn kynferðislega – Stjórnmálamenn og lögreglan héldu hlífiskildi yfir þeim

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 07:01

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var ný skýrsla, sem var unnin af óháðri rannsóknarnefnd, lögð fram í Bretlandi. Í henni kemur fram alvarleg gagnrýni á breska stjórnmálamenn og lögregluna. Í skýrslunni er ekki skafið utan af hlutunum og því haldið fram að stjórnmálamenn og lögreglan hafi áratugum saman haldið hlífiskildi yfir barnaníði valdamikilla manna. Skýrslan, sem er 173 síður, beinist aðallega að atburðum á sjöunda og áttunda áratugnum. Í henni eru fyrrum þingmenn nafngreindir sem og aðrir valdamiklir menn úr stjórnkerfinu sem voru „þekktir fyrir að hafa virkan kynferðislegan áhuga á börnum“.

The Guardian skýrir frá þessu.

„Lögreglan sýndi málefnum þeirra barna, sem höfðu verið beitt kynferðislegu ofbeldi, lítinn áhuga. Stjórnmálaflokkarnir vissu að þeir, þar til nýlega, voru uppteknari af pólitískum afleiðingum en að vernda börn fyrir skaða.“

Segir í skýrslunni.

Rannsóknarnefndin var sett á laggirnar 2014 af Theresa May sem var þá innanríkisráðherra. Rannsóknin komst þó ekki á fullan skrið strax því fyrstu formenn hennar neyddust til að segja af sér embætti vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra. Einnig þurfti nefndin að kanna mjög alvarlegar ásakanir um að velskipulagt net barnaníðinga hafi starfað í Westminster. Þær setti Carl Beech, fyrrum hjúkrunarfræðingur, fram og nafngreindi marga stjórnmálamenn sem hann sagði hafa misnotað börn kynferðislega, selt aðgang að þeim og jafnvel myrt. Þetta reyndist þó ekki á rökum reist og var Beech sakfelldur fyrir rangar sakargiftir á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum