fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Bjóða niðurgreidda húsaleigu í tvö ár

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 07:01

Það er fallegt í Teora. Mynd: Michele Notaro/Comune Teora

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í ítalska bænum Teora í Campania reyna nú að takast á við fækkun íbúa og hafa ákveðið að fara nýstárlega leið til þess. Þau bjóðast nú til að greiða fólki, sem flytur til bæjarins, 150 evrur á mánuði upp í húsaleigu en í bænum er hægt að leigja hús fyrir um 200 evrur á mánuði. Þetta er liður í því að fá fólk til að setjast að í bænum en ekki bara kaupa hús þar til að nota sem sumarhús.

CNN skýrir frá þessu. Þeir sem vilja nýta sér þetta kostaboð verða að uppfylla það skilyrði að fólk eigi minnst eitt barn og það verður að lofa að búa í bænum í minnst þrjú ár.

Stefano Farina, bæjarstjóri, segir að í kjölfar jarðskjálfta 1980 hafi íbúum bæjarins fækkað mikið en mikið tjón varð í bænum í skjálftanum og hefur hann eiginlega aldrei náð sér að fullu á strik eftir skjálftann. Ungt fólk hefur flutt á brott og fáir hafa flutt í bæinn.

„Tvö börn fæðast í Teora árlega en 20 eldri borgarar deyja. Við erum aðeins 1.500 íbúar núna. Eftir jarðskjálftann fór margt ungt fólk að leita að nýjum stað til að búa á. Ég vil gjarnan snúa þessari neikvæðu þróun við. Börnin eru framtíðin, nýjar fjölskyldur eiga að vera hornsteinn samfélagsins hér svo við hvetjum barnafjölskyldur til að sækja um.“

Sagði Farina í samtali við CNN.

Þeir sem vilja kaup sér hús í bænum geta fengið 5.000 evrur í styrk frá bæjarsjóði. Hægt er að fá 100 fermetra hús fyrir um 30.000 evrur í bænum. Þau hús sem eru í boði eru öll í góðu standi því þau voru byggð eftir skjálftann 1980. Húsgögn fylgja meira að segja með sumum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“