fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Vorum við á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar? Rússar misstu stjórn á kjarnorkueldflaug við tilraunaskot

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 06:00

Við skulum vona að ekki komi til þess að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska kjarnorkueldflaugin 9M730 Burevestnik hefur verið sögð „byltingarkennd“ vegna nýstárlegrar hönnunar. Sagt er að drægi eldflaugarinnar sé nær ótakmarkað en hún var eitt sex nýrra kjarnorkuvopna sem Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, afhjúpaði í mars 2018. Þá hefur eflaust farið skjálfti um margar aðrar þjóðir og það dregur kannski ekki úr skjálftanum að vopnið virðist ekki vera mjög áreiðanlegt. Svo óáreiðanlegt er það að ekki er útilokað að við höfum staðið á brún þriðju heimsstyrjaldarinnar fyrir ekki svo löngu.

Samkvæmt upplýsingum bandarískra leyniþjónustustofnana hefur aðeins 1 af 12 tilraunum með eldflaugar af þessari tegund tekist. Svo illa hefur tekist til að rússneski herinn hefur ekki hugmynd um hvað varð um hinar 11. Þetta kemur fram í heimildamyndinni „The Race to Find Russia‘s Lost Nuke“.

Í myndinni kemur fram að í nóvember 2017 hafi Rússar skotið slíkri eldflaug á loft frá Pankovo herstöðinni á Yuzhny eyju en hún hefur verið notuð við kjarnorkutilraunir síðan á sjötta áratugnum. Eftir aðeins tveggja mínútna flug misstu Rússar hins vegar stjórn á eldflauginni sem flaug áfram stjórnlaust þar til hún endaði í Barentshafi undan norðurströnd Rússlands.

Þrátt fyrir mikla leit tókst Rússum ekki að finna eldflaugina. Líklegt er talið að hún liggi á botni Barentshafs.

Ef flaugin hefði hinsvegar lent á landi og sprungið hefði varla þurft að spyrja að leikslokum því hætt er við að „andstæðingar“ Rússa hefðu þá talið að um kjarnorkuárás væri að ræða og hefðu svarað fyrir sig að bragði með kjarnorkuvopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum