fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Við elskum kynlíf – „Er ellefu sinnum á dag of mikið?“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kærastinn minn og ég erum bæði með mjög mikla kynhvöt. Þetta er í fyrsta sinn sem við erum bæði í ástarsambandi þar sem báðir aðilar eru með jafnmikla kynhvöt. Nýlega gerðum við það tíu sinnum á 24 klukkustundum og bættum metið okkar sem var átta sinnum. Þegar við reyndum í ellefta sinn var það of vont til að við gætum haldið áfram. Ég er búin að leita að ráðum um hvernig er hægt að draga úr sársaukanum eða hversu lengi ég þarf á hvílast á milli. Er hugsanlegt að ég sé bara að leggja of mikið á líkamann?“

Svona hljóðar bréf sem lesandi sendi til Pamela Stephenson Connolly, sálfræðings sem sérhæfir sig í kynlífsvandamálum, og var birt í The Guardian. Hún hafði svar á reiðum höndum:

„Nautn á að fylgja kynlífi. Ef það meiðir skaltu stoppa (nema auðvitað ef þér líkar sársauki). Kynlíf er heldur ekki keppni. Hugsið um líkama ykkar og hugsið frekar um gæði kynlífsins en magn. Kynlíf ykkar veitir miklu meiri fullnægingu ef þið einbeitið ykkur að því að njóta unaðarins. Kynlíf með markmiði dregur alltaf úr nautninni og skemmtuninni. Reynið að slaka á og anda. Til hvers að geta grobbað sig ef kynfærin eru rauð og aum?“

Sagði hún meðal annars í svari sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu