fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Hæstiréttur Bandaríkjanna fellir Covid-19 reglur úr gildi – Munaði um Ruth Bader Ginsburg

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fellt reglur Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um takmörkun á fólksfjölda í trúarlegum athöfnum úr gildi. Niðurstaðan lá fyrir seint í gær og er fyrsta úrlausn Hæstaréttar þar sem atkvæði Amy Coney Barrett, arftaki Ruth Bader Ginsburg spilar lykilhlutverk.

Skiptin á Ginsburg og Barrett þóttu sveifla jafnvægi réttarins í íhaldssamri átt svo um munaði og er erfitt að ráða annað úr niðurstöðu réttarins í gær en að þær raddir hafi haft rétt fyrir sér. Þessi nýjasti dómur markaði viðsnúning réttarins, en hann hafði áður dæmt í samskonar málum ríkjanna Nevada og Kalíforníu. Voru niðurstöðurnar þar 5-4 í hina áttina, og munaði þar um Ginsburg, sem lést í September. Barrett tók við sæti Ginsburg þann 2. nóvember.

Í áliti meirihluta Hæstaréttar segir að takmarkanir ríkisstjórans á trúarlegum athöfnum stangist á við trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þá bætti Neil M. Gorsuch, sem skipaður var af Trump á þessu kjörtímabili, því við að Andrew Cuomo hefði brotið jafnræðisreglur með því að hafa lagt strangari reglur á trúarlegar samkomur en aðrar „veraldlegar“ samkomur.

Málið var höfðað af ólíklegum samherjum: Kaþólskri kirkju í Brooklyn og tveim sýnagógum í borginni auk tveggja einstaklinga. Kvörtuðu þeir yfir reglum New York ríkis um að ríkið gæti takmarkað samkomur á svokölluðum „rauðum svæðum“ þar sem smittíðni er há við 10 manns, og 25 manns á „appelsínugulum svæðum.“

Fjöldi annarra dómsmála er nú í gangi er varða takmarkanir á samkomum í Bandaríkjunum og má fastlega búast við að fleiri rati á fjörur Hæstaréttarins íhaldssama.

CNN greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Í gær

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi