fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Háttsettur norður-kóreskur stjórnarerindreki hvarf fyrir tveimur árum – Er nú kominn í leitirnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 04:45

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum hurfu Jo Song Gil og eiginkona hans á dularfullan hátt í Róm. Þau höfðu þá rétt yfirgefið sendiráð Norður-Kóreu en Jo Song Gil var þá starfandi sendiherra landsins á Ítalíu. Ekkert var vitað um afdrif hans fyrr en í þessari viku þegar Ha Tae-keung, þingmaður, staðfesti orðróm um að Jo hefði látið sig hverfa og leitað á náðir nágrannanna í Suður-Kóreu. Hann setti sig þó ekki í samband við Suður-Kóreumenn fyrr en í júlí á síðasta ári.

Ha staðfesti þetta í færslu á Facebook á þriðjudaginn. Hann sagði að Jo njóti nú verndar yfirvalda. Hann er hæst setti embættismaðurinn sem hefur flúið Norður-Kóreu síðan Thae Yong-Ho, fyrrum aðstoðarsendiherra í Bretlandi, flúði til Suður-Kóreu 2016.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki enn tjáð sig um flótta Jo að sögn CNN.

Jo lét sig hverfa í nóvember 2018, skömmu áður en starfstíma hans á Ítalíu átti að ljúka. Ítalska utanríkisráðuneytið sendi þá frá sér tilkynningu þar sem það sagðist hafa fengið tilkynningu frá sendiráði Norður-Kóreu um að Jo og eiginkona hans hefðu yfirgefið sendiráðið þann 10. nóvember. Fjórum dögum síðar fór dóttir þeirra til Norður-Kóreu í fylgd starfskonu sendiráðsins. Hún hafði að sögn óskað eftir að fara til afa síns og ömmu í Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni