fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Uppnám í Japan – Ráðherra skammaður fyrir að fara í fæðingarorlof

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 20:13

Shinjiro Koizumi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega neyddist Shinjiro Koizumi, 38 ára, umhverfisráðherra Japans til að svara erfiðum og oft á tíðum ásakandi spurningum fréttamanna. Ástæðan er að hann hafði tilkynnt að hann ætli að taka sér fæðingarorlof en hann er fyrsti karlkynsráðherrann í Japan til að gera það.

Hér á landi kippir enginn sér upp við að feður fari í fæðingarorlof enda sjálfsögð réttindi. En í Japan eru viðhorfin önnur og ákvörðun ráðherrans hefur vakið mikla athygli og skapað heitar umræður. Lítil hefð er fyrir að karlar taki sér fæðingarorlof þar í landi en aðeins sex prósent þeirra fara í fæðingarorlof.

Í umræðum um ákvörðun ráðherrans hafa sumir sagt hann vera nútímalegan og leggi sitt af mörkum til að breyta hinni hefðbundnu kynjaskiptingu í landinu. Aðrir hafa áhyggjur af að ákvörðun hans hafi áhrif á störf hans.

Af þessum sökum neyddist Koizumi til að verja ákvörðun sína þegar hann ræddi við fréttamenn. En það er ekki eins og hann ætli að vera frá störfum mánuðum saman því hann hefur í hyggju að taka sér 14 daga orlof. Til að reyna að slá á áhyggjur fólks hefur hann ákveðið að deila þessum 14 dögum niður á þrjá mánuði. Hann ætlar einnig að taka þátt í mikilvægum fundum og vera í reglulegu sambandi við samstarfsfólk sitt í ráðuneytinu og félaga í ríkisstjórninni.

„Það eru kostir og gallar við að taka fæðingarorlof. En það verða alltaf gagnrýnisraddir þegar einhver gerir eitthvað nýtt. Ég vona að í framtíðinni verði það ekki frétt ef einhver gerir það sama og ég.“

Sagði hann við fréttamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing