fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Uppnám í Japan – Ráðherra skammaður fyrir að fara í fæðingarorlof

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 20:13

Shinjiro Koizumi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega neyddist Shinjiro Koizumi, 38 ára, umhverfisráðherra Japans til að svara erfiðum og oft á tíðum ásakandi spurningum fréttamanna. Ástæðan er að hann hafði tilkynnt að hann ætli að taka sér fæðingarorlof en hann er fyrsti karlkynsráðherrann í Japan til að gera það.

Hér á landi kippir enginn sér upp við að feður fari í fæðingarorlof enda sjálfsögð réttindi. En í Japan eru viðhorfin önnur og ákvörðun ráðherrans hefur vakið mikla athygli og skapað heitar umræður. Lítil hefð er fyrir að karlar taki sér fæðingarorlof þar í landi en aðeins sex prósent þeirra fara í fæðingarorlof.

Í umræðum um ákvörðun ráðherrans hafa sumir sagt hann vera nútímalegan og leggi sitt af mörkum til að breyta hinni hefðbundnu kynjaskiptingu í landinu. Aðrir hafa áhyggjur af að ákvörðun hans hafi áhrif á störf hans.

Af þessum sökum neyddist Koizumi til að verja ákvörðun sína þegar hann ræddi við fréttamenn. En það er ekki eins og hann ætli að vera frá störfum mánuðum saman því hann hefur í hyggju að taka sér 14 daga orlof. Til að reyna að slá á áhyggjur fólks hefur hann ákveðið að deila þessum 14 dögum niður á þrjá mánuði. Hann ætlar einnig að taka þátt í mikilvægum fundum og vera í reglulegu sambandi við samstarfsfólk sitt í ráðuneytinu og félaga í ríkisstjórninni.

„Það eru kostir og gallar við að taka fæðingarorlof. En það verða alltaf gagnrýnisraddir þegar einhver gerir eitthvað nýtt. Ég vona að í framtíðinni verði það ekki frétt ef einhver gerir það sama og ég.“

Sagði hann við fréttamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca