fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Töldu bréfið sönnun þess að hann hefði stokkið: Nú er talið að hann hafi sviðsett eigið andlát

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Balí í Indónesíu telja líkur á að 39 ára breskur karlmaður, Ryan Roth, hafi látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja. Roth þessi skildi eftir sig kveðjubréf við bjargbrún í Uluwatu. Bréfið var stílað á kærustu hans og af lestri þess að dæma mátti ætla að hann hafi stokkið niður.

Þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit í skóglendinu fyrir neðan hefur lík Ryans ekki fundist. Þá eru engin merki þess á gróðri að hann hafi stokkið og villt dýr mögulega étið hann.

Það sem þykir renna stoðum undir þessa kenningu er sú staðreynd að Roth liggur undir grun um nokkuð umfangsmikil fjársvik. Málið teygir sig til nokkurra landa og í frétt Mirror segir að hann sé eftirlýstur vegna málanna. Ástralska lögreglan var hann með hann til rannsóknar fyrir margt löngu en hefur ekki enn náð tali af honum. Af þessum sökum hafa yfirvöld ekki útilokað að Ryan hafi sviðsett eigið andlát og hreinlega látið sig hverfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það