fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 18:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur að undanförnu sagt að hann stefni á að aflétta þeim hömlum sem settar hafa verið á daglegt líf margra Bandaríkjamanna að undanförnu vegna COVID-19 heimsfaraldursins og koma samfélaginu í gang á nýjan leik. Hann hefur nefnt að hann vilji fá fólk í vinnu fyrir páska og að kirkjur landsins verði fullsetnar á páskadag. Með þessu fer hann gegn ráðleggingum sérfræðinga.

„Við opnum þetta frábæra land. Við neyðumst til þess.“

Sagði hann á þriðjudaginn í viðtali við Fox News.

Í augum margra skýtur skökku við að Trump hyggist opna landið því það er nú meðal þeirra ríkja sem verst hefur orðið úti í faraldrinum. Um 1.000 hafa látist þar í landi og staðfest smittilfelli eru um 70.000.

Staðan er mjög slæm í sumum ríkjum, til dæmis í New York þar sem skortur á öndunarvélum er yfirvofandi.

En Trump lætur peningana ganga fyrir og segir að hann vilji ekki láta þennan banvæna heimsfaraldur „valda langvarandi efnahagsvanda“.

Bandarískt efnahagslíf á í vök að verjast vegna faraldursins eins og víða annarsstaðar er efnahagslífið að stórum hluta lamað. Atvinnuleysi eykst og mun væntanlega verða meira en í kjölfar fjármálakreppunnar 2008.

„Trump er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann.“

Sagði Dr. Tina Tan, hjá Infectious Diseases Society of America, í samtali við CNBC.

„Þetta er upphafið að stórum lýðheilsuhörmungum. Ég veit ekki hvar Trump fær upplýsingar en það skortir mikið á þær.“

Sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?