fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Þess vegna er gott að setja hvítlauksrif í klósettið yfir nóttina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 18:30

Hvítlauk á ekki að geyma í ísskáp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki það skemmtilegasta í heimi að taka til og þrífa en það er nú samt sem áður nauðsynlegt ef takast á að halda heimilinu hreinu og aðlaðandi. Baðherbergið er auðvitað ein stærsta bakteríusprengja heimilisins, þar þrífast bakteríur og myglusveppir vel ef ekki er hugað vel að þrifum.

En vandinn er að það getur verið ansi tímafrekt að þrífa baðherbergi og því nota margir sterk efni, sem eru mjög áhrifarík, við þrifin þrátt fyrir að þau séu ekki góð fyrir heilsuna eða umhverfið. En að undanförnu hefur ákveðið húsráð farið eins og eldur í sinu um netið. Það snýst um að setja eigi hvítlauksrif í klósettið yfir nótt.

Sýnt hefur verið fram á að hvítlaukur hefur ýmis jákvæð áhrif á eitt og annað. Hann inniheldur meðal annars efni sem heitir allicin en það veitir vernd gegn sníkjudýrum og bakteríum og vinnur auk þess gegn sveppamyndun og breytir umhverfinu sem sveppir þurfa til að geta þrifist. Samkvæmt fyrrnefndu húsráði þá kemur hvítlaukur að góðum notum við að halda bakteríum frá klósettinu.

Samkvæmt þessu húsráði á að taka eitt hvítlauksrif og setja í klósettið. Best er að láta það liggja yfir nótt þegar klósettið er lítið sem ekkert notað. Þegar farið er á fætur að morgni á að sturta hvítlauknum niður. Þetta á að gera minnst tvisvar í viku. Með þessu á að sögn að vera hægt að halda klósettinu hreinu og fersku. Einnig er því haldið fram að hægt sé að fjarlægja gula bletti úr klósettinum með því að búa til hvítlaukste og hella í klósettið. Teið er búið til með því að setja þrjú hvítlauksrif út í 2,5 dl af sjóðandi vatni.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndband sem sýnir hvernig þessi húsráð eru framkvæmd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa