fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Þýska ríkisstjórnin varar við gríðarlegum brottflutningi gyðinga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 17:00

Strangtrúaðir gyðingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ríkisstjórnin varar við miklum flótta frá landinu, ef ekki dregur úr hatri á gyðingum. Í grein í Der Spiegel segir þýski utanríkisráðherrann, Heiko Maas, að það sé nauðsynlegt að taka til aðgerða gegn gyðingahatri. Hann segir að það sé orðið daglegt brauð að gyðingar séu móðgaðir og að ráðist sé á þá og að næstum helmingur gyðinga hafi íhugað að yfirgefa landið. Hann segir að baráttan gegn gyðingahatri verði í forgangi, þegar Þýskalandi tekur við formannsembætti í Evrópusambandinu í júlí.

Gyðingahatur og afleiðingar Helfararinnar hafa haft mikil áhrif á Þýskalandi allt frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Í tengslum við það að 75 ár eru liðin frá frelsun útrýmingarbúðanna í Auschwitz, varar Maas við því að svo geti farið að gyðingar muni yfirgefa landið, verið ekki tekið á gyðingahatrinu.

Utanríkisráðherran segir að 50.000 evrum verði veitt til Samtaka um öryggi og samvinnu í Evrópu (OSCE), peningunum verður varið í menntun og uppfræðslu ungs fólks, meðal annars í skólaferðalög. Samhliða þessu verður unnið að því í Þýskalandi að herða lög, svo viðurlög við því að neita Helförinni verði þyngri. Í dag er ólöglegt að neita Helförinni í Þýskalandi og nokkrum öðrum löndum innan Evrópusambandsins.

Forseti Þýskalands varaði einnig við gyðingahatri í Evrópu og í eigin landi þegar hann var staddur í Jerúsalem á dögunum til að halda uppá það, ásamt fulltrúum fleiri ríkja, að 75 ár eru liðin frá lokun útrýmingarbúðanna. Hann sagði að hann vildi óska þess að Þjóðverjar hefðu lært af sögunni í eitt skipti fyrir öll, en það væri því miður ekki svo. Hann vísaði til þess að í haust drap hægriöfgamaður tvo í samkomuhúsi Gyðinga í bænum Halle, læstar dyr með þykkri tréhurð kom í veg fyrir að hann næði að fremja fjöldamorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk