fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Þýska ríkisstjórnin varar við gríðarlegum brottflutningi gyðinga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 17:00

Strangtrúaðir gyðingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ríkisstjórnin varar við miklum flótta frá landinu, ef ekki dregur úr hatri á gyðingum. Í grein í Der Spiegel segir þýski utanríkisráðherrann, Heiko Maas, að það sé nauðsynlegt að taka til aðgerða gegn gyðingahatri. Hann segir að það sé orðið daglegt brauð að gyðingar séu móðgaðir og að ráðist sé á þá og að næstum helmingur gyðinga hafi íhugað að yfirgefa landið. Hann segir að baráttan gegn gyðingahatri verði í forgangi, þegar Þýskalandi tekur við formannsembætti í Evrópusambandinu í júlí.

Gyðingahatur og afleiðingar Helfararinnar hafa haft mikil áhrif á Þýskalandi allt frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Í tengslum við það að 75 ár eru liðin frá frelsun útrýmingarbúðanna í Auschwitz, varar Maas við því að svo geti farið að gyðingar muni yfirgefa landið, verið ekki tekið á gyðingahatrinu.

Utanríkisráðherran segir að 50.000 evrum verði veitt til Samtaka um öryggi og samvinnu í Evrópu (OSCE), peningunum verður varið í menntun og uppfræðslu ungs fólks, meðal annars í skólaferðalög. Samhliða þessu verður unnið að því í Þýskalandi að herða lög, svo viðurlög við því að neita Helförinni verði þyngri. Í dag er ólöglegt að neita Helförinni í Þýskalandi og nokkrum öðrum löndum innan Evrópusambandsins.

Forseti Þýskalands varaði einnig við gyðingahatri í Evrópu og í eigin landi þegar hann var staddur í Jerúsalem á dögunum til að halda uppá það, ásamt fulltrúum fleiri ríkja, að 75 ár eru liðin frá lokun útrýmingarbúðanna. Hann sagði að hann vildi óska þess að Þjóðverjar hefðu lært af sögunni í eitt skipti fyrir öll, en það væri því miður ekki svo. Hann vísaði til þess að í haust drap hægriöfgamaður tvo í samkomuhúsi Gyðinga í bænum Halle, læstar dyr með þykkri tréhurð kom í veg fyrir að hann næði að fremja fjöldamorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Í gær

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn