fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Boris Johnson er sagður íhuga að flytja efri deild þingsins frá Lundúnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 20:30

Breska þinghúsið. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem The Sunday Times segir þá íhugar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, nú að flytja efri deild þingsins (lávarðadeildina) frá Lundúnum til York í norðausturhluta landsins. Blaðið segist hafa heimildir fyrir þessu.

Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stóran sigur í þingkosningunum í síðasta mánuði og er flokkurinn með góðan meirihluta á þinginu. Johnson hefur lofað að auka fjárfestingar í norðurhluta Englands en þar hefur orðið mikill samdráttur í iðnaði síðan fjármálakreppan skall á 2008.

The Sunday Times segir að Johnson hafi nú þegar gefið fyrirmæli um að undirbúningur að flutningi deildarinnar skuli hafinn. Hann er sagður vilja halda í þann mikla stuðning sem flokkur hans nýtur nú í norðurhluta landsins og sé flutningur efri deildarinnar liður í því.

Blaðið segir að til greina komi að hýsa efri deildina í opinberri byggingu sem er nærri lestarstöðinni í York. Á eftir York er Johnson sagður renna hýru auga til Birmingham sem er næststærsta borg Bretlands.

742 þingmenn eiga sæti í efri deildinni en þeir eru flestir tilnefndir til setu þar af forsætisráðherranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri