fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Ný afhjúpun eftir brunann í Notre-Dame – Eru yfirvöld að leyna einhverju?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 06:00

Eldurinn í Notre Dame.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan apríl kviknaði mikill eldur í Notre-Dame kirkjunni í París og skemmdist hún mikið. Rúmlega 400 slökkviliðsmenn börðust klukkustundum saman við eldinn og tókst með naumindum að bjarga byggingunni frá hruni.

Eitraður reykur frá brunanum lagðist yfir stór svæði í borginni en mikil blýmengun fylgdi reyknum. Magnið var svo mikið að það ógnar heilsu fólk. Yfirvöld hafa enn ekki viljað opinbera niðurstöður rannsókna á hversu mikið magn blýs var um að ræða. Þau eru nú sökuð um að setja endurbyggingu kirkjunnar ofar í forgangsröðinni en heilsu mörg þúsund manns.

Blýmengun getur haft margvísleg heilsufarsleg áhrif. Ef fólk verður fyrir langvarandi blýmengun getur það haft áhrif á blóðkerfið, taugakerfið, blóðþrýsting, hjarta- og æðakerfið og nýrun. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir blýmengun því þau taka meira af efninu inn í líkamann en fullorðnir. Barnshafandi konur eru einnig mjög viðkvæmar fyrir blýmengun sem getur borist í fóstrin.

New York Times segir nú að 460 tonn af blýi hafi dreifst um París í brunanum. Yfirvöldum var kynnt innan 48 klukkustunda að hugsanlega hefði hættulega mikið magn af blýi lagst yfir borgina. Samt sem áður var almenningur ekki upplýstur um þetta.

Gögn, sem blaðið hefur komist yfir, sýna að allt að 60 sinnum meira magn blýs en talið er hættulaust mældist við minnst 18 skóla og leikskóla og í almenningsgörðum. Á verstu settu svæðunum mældist magnið allt að 1.300 sinnum meira en ráðlagt er. Allt að 6.000 börn undir sex ára búa innan 800 metra radíuss frá menguðu svæðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum