fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Pressan

Unga ekkjan sem myrti tengdaföður sinn og stærði sig af því á samfélagsmiðlum

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 2. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Taylor framdi einn furðulegasta og óvæntasta glæp sem framinn hefur verið er hún myrti fyrrverandi tengdaföður sinn í apríl á síðasta ári. Morðástæðan var sérkennileg og Amanda afar ólíklegur morðingi, en hún var 24 ára gömul tveggja barna móðir.

Það var síðan til að gera málið enn sérkennilegra að Amanda Taylor játaði á sig morðið á samfélagsmiðlunum Instagram og Facebook og sagðist hafa gert þetta til að hefna fyrrverandi eiginmanns síns, hinn myrti hefði vanið hann á lyfseðilsskyld lyf og því átt sök á dauða hans.

Amanda skrifaði á Instagram:

Það sem ég gerði var af góðum og gildum ástæðum. Ég stakk tengdaföður minn til bana af því hann eyðilagði eiginmann minn.

Hún fylgdi þessu eftir með svipaðri færslu á Facebook.

Strax eftir að lögregla uppgötvaði að hinn 59 ára gamli Charles Taylor hefði verið stunginn til bana með hnífi hóf hún mikla leit að morðingjahans. Engan grunaði að Amanda hefði myrt hann þar til hún játaði morðið á sig á samfélagsmiðlunum. Hún sagði jafnframt að verknaðurinn hafði veitt henni sæluvímu og hún sá ekki eftir morðinu.

Atburðirnir áttu sér stað í Maryland í Bandaríkjunum. Rex og Amanda kynntust í framhaldsskóla. Amanda hætti námi er hún varð ófrísk eftir Rex og þau giftu sig stuttu síðar. Amanda og Rex voru mjög ástfangin en þeir sem þekktu til þeirra vissu samt að sambandið var mjög sérkennilegt. Það lýsti sér til dæmis í því að bæði voru afar hugfangin af ofbeldi og reyndu sífellt að setja sig í samband við dæmda morðingja og ræða við þá.

Rex var fíkniefnaneytandi og sökk sífellt dýpra í neysluna. Amanda vildi ekki fíkniefni nálægt börnum þeirra tveimur og því fór svo að hún rak Rex af heimilinu og þau slitu samvistum árið 2014. Rex flutti þá heim til föður síns, Charles.

Nokkrum mánuðum síðar var Rex látinn. Hann hengdi sig úti í skúr heima hjá föður sínum.

Þrátt fyrir sambúðarslitin elskaði Amanda Rex heitt og hún var niðurbrotin eftir dauða hans.Hún ætlaði að taka eigið líf sjálf en hætti við og innritaði sig á sjúkrahús til að fá hjálp. Hún var hins vegar útskrifuð af sjúkrahúsinu nokkrum dögum síðar gegn eigin vilja.

Nokkrum dögum eftir það fór hún í heimsókn til tengdaföður síns með vini sínum, Sean, sem var 32 ára gamall. Í heimsókninni lagði Amanda til tengdaföður síns með hnífi, þar sem hann sat inni í stofu, og stakk hann samtals 11 stungum. Hún og Sean tóku peningaveski Charles og stungu af.

Sagði tengdaföðurinn bera ábyrgð á dauða Rex

Amanda sagði að Charles hefði eyðilagt líf sonar síns með því að venja hann á lyfseðilsskyld lyf þegar hann var 15 ára. Rex hefði orðið fíkill upp frá því og aldrei átt sér viðreisnar von. Hún taldi morðið þess vegna vera réttlætanlegt. Hún var meira að segja stolt af ódæðinu.

Amanda Taylor var dæmd í ævilangt fangelsi árið 2015 . Hún sýndi engin tilfinningaviðbrögð er dómurinn var kveðinn upp. Vinur hennar, Sean Ball, var fundinn sekur um að vera vitorðsmaður hennar í glæpnum og hlaut 60 ára dóm. Amanda sagði í viðtali árið 2017 að hún sæi ekki eftir neinu, með morðinu hefði hún losað um spennu sem hafði verið að byggjast upp innra með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

YouTube-stjarnan látin eftir „óheppilegt slys“

YouTube-stjarnan látin eftir „óheppilegt slys“
Pressan
Í gær

Karl konungur „mun hvorki hægja á sér né gera eins og honum er sagt“

Karl konungur „mun hvorki hægja á sér né gera eins og honum er sagt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Virtur jógaskóli eða sértrúarsöfnuður sem gerir út vændi? – Ásakanir um heilaþvott, peningaþvætti og þjónustu við áhrifamikla einstaklinga

Virtur jógaskóli eða sértrúarsöfnuður sem gerir út vændi? – Ásakanir um heilaþvott, peningaþvætti og þjónustu við áhrifamikla einstaklinga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk áfall þegar hún komst að því hver innbrotsþjófurinn var

Fékk áfall þegar hún komst að því hver innbrotsþjófurinn var
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ár í Alaska eru appelsínugular vegna eiturefna sem losna úr sífreranum

Ár í Alaska eru appelsínugular vegna eiturefna sem losna úr sífreranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einangraður samfélagshópur er með ævafornt gen sem styrkir ónæmiskerfið

Einangraður samfélagshópur er með ævafornt gen sem styrkir ónæmiskerfið