fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Læknirinn á 20 ára fangelsi yfir höfði sér

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 4. desember 2019 18:00

Matthew Blackburn (t.h,) var 27 ára þegar hann lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darrell Rinehart, 64 ára læknir í Tennessee, hefur játað fyrir dómi að hafa skrifað út ópíóíðalyf fyrir sjúklinga sem ekki þörfnuðust þeirra í læknisfræðilegum tilgangi.

Að minnsta kosti fimm sjúklingar hans létust eftir að hafa tekið of stóran skammt af ópíóðalyfjum á tímabilinu mars 2015 til janúar 2016. Á sama tíma þurftu sex á aðhlynningu að halda eftir að hafa tekið of stóran skammt. Darrell þessi á 20 ára fangelsi yfir höfði sér og sekt sem nemur einni milljón dala, rúmum hundrað milljónum króna.

Darrell rak læknastofu í Columbia í Tennessee en það var fyrir tilstilli rannsóknarblaðamanna The Tennessean og The Indianapolis Star að upp komst um athæfi læknisins.

Einn þeirra sem lést var Matthew Blackburn, 27 ára faðir, sem glímt hafði við kvíða. Hann tók Zoloft og Xanax af þeim sökum. Þó að Matthew hefði sýnt merki þess að misnota lyfin þrefaldaði Darrell skammtinn hans skömmu áður en hann lést. Matthew lést þann 5. mars 2015 en krufning leiddi í ljós að hann hafði tekið morfín, oxycodone, Xanax, Zoloft og Valium áður en hann lést.

Annar sjúklingur, Ashley Marie Martin, 29 ára, fékk ávísað 30 millígrömmum af oxycodone þrisvar á dag vegna bakverkja. Það jafngildir 135 milligrömmum af morfíni sem er mun meira magn en bandarísk heilbrigðisyfirvöld mæla með. Þriðji sjúklingurinn, Ramona Diana Gill, fékk morfín og oxycodone vegna bakverkja, þó Darrell hefði aldrei framkvæmt neina skoðun á henni eða sent hana í myndatöku til að finna ástæðu verkjanna.

Alls hafa 32 læknar í Tennessee verið ákærðir á undanförnum misserum fyrir að ávísa of miklu magni af ópíóíðalyfjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída