fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Handtekinn eftir að hafa káfað á sessunaut sínum í flugvél

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 21:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var handtekinn nýlega á flugvellinum í Miami í Flórída þegar flugvél, sem hann hafði flogið með frá Denver, lenti þar. Hann var ofurölvi og með ungan son sinn meðferðis. Maðurinn hafði káfað á sessunaut sínum á leiðinni, konu, að syni sínum viðstöddum.

Í frétt New York Post kemur fram að maðurinn hafi boðið konunni litla vodkaflösku. Hún afþakkaði og reyndi að koma sér fyrir til að sofa en skyndilega fann hún að maðurinn snerti aftanvert læri hennar og rass. Hún taldi í fyrstu að um óviljaverk hefði verið að ræða en þegar hönd mannsins færðist á innanvert lærið áttaði hún sig á að hér var ekki um óviljaverk að ræða.

Konan yfirgaf síðan sætið sitt og tilkynnti flugliðum um málið. Hún fékk sæti annarsstaðar í vélinni og brast í mikinn grát að því er segir í dómsskjölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt