fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Lögreglan leitar að manni sem hellir saur yfir stúdenta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 17:11

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn var ráðist á stúdínu við háskólann í Toronto í Kanada og hellt úr fullri fötu af saur yfir hana. Þetta var þriðja árásin af þessu tagi á nokkrum dögum. Árásirnar hafa orðið til þess að stúdentar veigra sér við að vera á ferð nærri háskólanum.

The Guardian skýrir frá þessu.

„Saur var hellt úr fötu yfir hana. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er viðbjóðslegt.“

Sagði David Hopkinson, lögreglumaður, við fjölmiðla.

Öll fórnarlömbin eru af asískum uppruna en lögreglan telur að tilviljun hafi ráðið því hverjir urðu fyrir valinu.

Fyrsta árásin var gerð á föstudaginn þegar svartklæddur maður með gulan hjálm gekk inn á bókasafn háskólans. Hann var með fötu fulla af saur með sér. Hann hellti úr henni yfir stúdent, hló og lét sig hverfa.

„Ég fattaði ekki strax hvaða lykt þetta var en skyndilega fattaði ég það. Lyktin fékk mann til að fella tár. Ég hélt að það myndi draga úr henni en ég og vinir mínir urðum að pakka niður og hlaupa út.“

Sagði vitni í samtali við CP24.

Á sunnudaginn fór maðurinn inn á annað bókasafn, að þessu sinni háskólabókasafnið í York. Þar hellti hann saur yfir stúdent.

Maðurinn skildi fötuna eftir í öllum tilfellunum og hefur lögreglan rannsakað þær og innihaldið en hefur ekki skýrt frá hvort um mannasaur var að ræða.

Lögreglan leitar árásarmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér