fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Pressan

Ljósmyndin sem á erindi við okkur öll – Verður framtíðin svona?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 07:45

Myndin magnaða. Mynd:Steffen Olsen/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin, sem fylgir þessari grein, var tekin nýlega af danska loftslagssérfræðingnum Steffen Olsen þegar hann var við störf á Grænlandi. Myndin hefur vakið mikla athygli en hún sýnir vel hversu alvarlegar og víðtækar loftslagsbreytingarnar eru og þau miklu áhrif sem þær hafa á svo viðkvæmt svæði sem Grænland er.

Á myndinni sjást sleðahundar draga sleða yfir ísbreiðu sem er hulin vatni. Myndin var tekin í Inglefield Bredning firði en það er eitt þeirra svæða þar sem hitinn var mun hærri en venja er. Ísinn, undir vatninu, var aðeins 1,2 metrar á þykkt þegar myndin var tekin.

Margir vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af sívaxandi bráðnun íss á Grænlandi og þeim áhrifum sem það getur haft um allan heim en reikna má með að yfirborð sjávar hækki töluvert af þeim sökum.

Bráðnunartímabilið á Grænlandi hófst óvenjulega snemma þetta árið vegna hlýrra vinda sem hafa leikið um landið. Ísinn, sem sést á myndi Olfsen, væri ekki farinn að bráðna á þessum árstíma við eðlilegar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt mál skekur Svíþjóð – „Algjör klikkun“

Hræðilegt mál skekur Svíþjóð – „Algjör klikkun“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Safn smjörkóngsins selt á uppboði – Reikna með að fá 10 milljarða fyrir það

Safn smjörkóngsins selt á uppboði – Reikna með að fá 10 milljarða fyrir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skrímslið í Avignon játar brot sín og segist vera nauðgari – „Ég eyðilagði allt, ég tapaði öllu. Ég þarf að gjalda fyrir brot mín“

Skrímslið í Avignon játar brot sín og segist vera nauðgari – „Ég eyðilagði allt, ég tapaði öllu. Ég þarf að gjalda fyrir brot mín“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þóttist vera 17 ára en var 27 ára – Verður í fangelsi næstu 40 árin hið minnsta

Þóttist vera 17 ára en var 27 ára – Verður í fangelsi næstu 40 árin hið minnsta