fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Vana níðinga áður en þeim er sleppt úr fangelsi – Refsingin endurspegli glæpinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2019 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjóri Alabama-ríkis í Bandaríkjunum, Kay Ivey, hefur undirritað umdeilt lagafrumvarp þar sem dæmdum barnaníðingum er gert skylt að undirgangast vönun með lyfjameðferð áður, og eftir að þeir fara úr fangelsi. Með undirrituninni hefur frumvarpið því orðið að lögum.

Sjá einnig: 

Barnaníðingar vanaðir áður en þeir fara úr fangelsi

Lögin taka til þeirra sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum, 13 ára og yngri, og eru við það að ljúka afplánun. Mánuði áður en þeim er sleppt munu þeir nú þurfa að hefja vönun með lyfjameðferð og halda henni áfram eftir að þeir koma úr fangelsi þar til dómari hefur úrskurðað að lyfjameðferðar sé ekki lengur þörf.

Vönun með lyfjameðferð felst í því að einstaklingar, í þessu tilviki haldnir barnagirnd, fá lyf í töfluformi eða með sprautu, sem bæla kynhvöt þeirra og gera getulausa. Þessum áhrifum er svo viðhaldið með áframhaldandi meðferð, en um leið og meðferð er hætt snýr náttúra einstaklinganna aftur. Hafni brotamenn því að undirgangast meðferðina, verður þeim meinað að fara úr fangelsinu.

Þingmaður RepúblíkanaflokksinsSteve Hurst, var fyrsti flutningsmaður umdeilda frumvarpsins og segir að rökin að baki því séu þau að refsingin fyrir barnaníð ætti að endurspegla glæpinn. Steve hefur hins vegar verið gagnrýndur og frumvarpið sagt ómannúðlegt. Sem svar við þeirri gagnrýni spyr Steve hvort sé verra: að láta níðinga undirgangast vönun með lyfjum, eða að brjóta gegn saklausu barni sem getur ekki varið sig eða flúið. Steve vonast einnig til að lögin muni fá menn til að hugsa sig um tvisvar áður en þeir brjóta gegn börnum og leiða til þess að færri brjóti af sér með þeim hætti.

Lögmaður í AlabamaRaymond Johnson, er harður andstæðingur laganna og segir að fyrirliggjandi refsing hafi verið fullnægjandi, engin þörf hafi verið á refsiþyngingu með þessum hætti. Hann hyggst láta reyna á stjórnskipulegt gildi laganna sem hann segir óeðlilega og grimma refsingu fyrir einstaklinga sem þegar hafi tekið út refsingu sína.

 

Frétt Femlista

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum