fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Pressan

Heimurinn er ekki svo slæmur: Amman var við það að missa húsið sitt – Þá gerðist kraftaverkið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. september 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Gina Gibson, amma á besta aldri í bænum Independence í Missouri, missti eiginmann sinn fyrir nokkru lenti hún í miklum erfiðleikum. Það eitt að missa ástvin er nógu mikið áfall en oft bætast fjárhagsáhyggjur og jafnvel fjárhagserfiðleikar við sorgina sem fylgir.

Gina fann fyrir þessu á eigin skinni og eftir andlát eiginmannsins keypti hún sér lítið hús í Independence, hús sem var tiltölulega ódýrt og farið að láta á sjá.

Þegar á leið var ljóst að ráðast þyrfti í talsverðar endurbætur á húsinu, endurbætur sem Gina átti erfitt með að borga fyrir. Bæjaryfirvöld sögðu að húsið væri óíbúðarhæft og ekkert annað væri í stöðunni en að rífa það ef ekki yrði brugðist við og farið í nauðsynlegar framkvæmdir.


Svo fór að þolinmæði bæjaryfirvalda var á þrotum og gáfu þau Ginu fjórar vikur til að bregðast við umkvörtunum og laga húsið. Þá voru góð ráð dýr og ákvað Gina að biðja um aðstoð.

Dag einn fyrir skemmstu mættu 30 sjálfboðaliðar heim til hennar, handlagnir meðlimir í verkalýðsfélagi í bænum, og tóku heldur betur til hendinni. Þeir mættu með öll nauðsynleg verkfæri og fóru í þær endurbætur sem þurfti að fara í. Þetta varð til þess að Gina getur búið áfram í húsinu og tekið á móti barnabörnum sínum.

„Þegar við heyrðum af þessu þá urðum við að bregðast við. Þessi heimur þarf fleiri sjálfboðaliða, fleiri einstaklinga sem eru tilbúnir að láta gott af sér leiða,“ segir Gary Thompson einn þeirra sem mætti og lét gott af sér leiða.

Gina segist hafa grátið gleðitárum þegar hún áttaði sig á góðmennsku samborgara sinna sem tóku til hendinni óumbeðnir. „Þetta kveikti aftur í trú minni á mannkynið. Þetta er frábært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“