Hræ af um 90 fílum fundust verndarsvæði fyrir dýr í Botsvana og er þetta talið vera stærsta aðgerð veiðiþjófa í yfir 50 ár. Átti sér þetta atvik stuttu eftir að yfirvöld tóku vopn af sérstökum sveitum sem sérhæfðu sig í að elta uppi veiðiþjófa í landinu. Flestir fílar heimsins lifa í Botsvana, eða um 130.000, og hafa veiðiþjófar því litið til landsins til að ná sér í fílabein.
Yfirvöld í landinu hafa verið gagnrýnd fyrir draga úr stefnu sinni gegn veiðiþjófum og hafa ekki bara tekið vopn af sérstökum sveitum sem sérhæfa sig að elta uppi veiðiþjófa, heldur einnig hafa stjórnvöld dregið úr fjármögnun til stofnanna sem sjá um að vernda villt dýr í landinu.
Rúmlega þriðjungur allra fíla í Afríku hafa verið drepnir síðastliðinn áratug og bara í Tansaníu hafa 60% af öllum fílum verið drepnir síðastliðin 5 ár. Í maí síðastliðnum ákvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna að fella úr gildi bann sem lá fyrir á flutningi á líkamspörtum af veiðum sem voru veiddir af sportveiðimönnum. Dýravernduarsamtök um allan heim fordæmdu þessa ákvörðun forsetans og töldu að þetta myndi eingöngu hvetja til frekari ólöglegra veiða á fílum.