fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Kynntust í vinnunni og urðu góðir vinir – Svo kom dálítið óvænt í ljós

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 3. september 2018 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Nathan Boss fékk vinnu hjá fyrirtæki einu í Wisconsin í Bandaríkjunum, Rock Solid Transport, kynntist hann nokkuð eldri manni, Bob Degaro. Nathan og Bob urðu fljótt ágætir vinir en síðar kom dálítið óvænt í ljós. Bob er nefnilega líffræðilegur faðir Nathans.

Óvæntur Facebook-vinur

Nathan var ættleiddur þegar hann var barn og öll sín uppvaxtarár vissi hann ekkert um líffræðilega foreldra sína. „Mig grunaði ekki einu sinni að ég myndi finna þá,“ segir hann við WLAX-TV og bætir við að hann hafi í raun ekkert verið með hugann sérstaklega við það undanfarin ár.

Þó að Nathan hafi ekki haft neinar upplýsingar um líffræðilega foreldra sína bjuggu foreldrar hans yfir þeim upplýsingum. Dag einn tóku þau eftir sér til undrunar að Nathan og Bob voru vinir á Facebook.

Móðir hans kallaði á Nathan fyrir skemmstu og sagði honum hver líffræðilegur faðir hans væri, hann væri vörubílstjóri eins og hann. Síðan sýndi hún honum mynd af honum og prófílinn hans á Facebook.

„Ég trúði ekki mínum eigin augum,“ segir Nathan og tíðindin komu Bob ekki síður á óvart. „Ég er enn í hálfgerðu sjokki, ég veit stundum ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Hann er vissulega sonur minn en við áttum auðvitað ekki í neinu sambandi á sínum tíma,“ segir hann.

Voru í fjárhagserfiðleikum

Bob segir að hann og barnsmóðir hans, líffræðileg móðir Nathans, hafi gefið drenginn frá sér á sínum tíma vegna fjárhagsörðugleika. Þau höfðu einfaldlega ekki efni á að ala upp barn. Bob kvæntist síðar annarri konu og eignaðist með henni tvö börn.

Bob og Nathan höfðu unnið saman í tæp tvö ár áður en þessar upplýsingar komu fram í dagsljósið. Þeir voru ágætir vinir, ræddu oft saman um lífið og tilveruna en án þess að vita að þeir voru í raun og veru feðgar.

Í frétt WLAX kemur fram að þeir feðgar séu góðir vinir og vinni í því að kynnast ennþá betur. Þá hefur Bob fengið boðskort í brúðkaup Nathans sem fer fram í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“