Yfirvöld í Utha fylki í Bandaríkjunum eru með frekar nýstárlega aðferð til að koma fiski í vötn á afskekktum stöðum um fylkið. Í stað þess að flytja þau með bifreið eða hestum hafa þeir tekið upp á því að kasta fisknum beint úr flugvél yfir vötnunum. Vegna smæðar þeirra lifa um 95% af fiskunum stökkið úr flugvélinni og segja vísindamenn að þetta sé mun betri leið til að koma fiski í vötnin en að flytja þau á annan máta. Þeir telja einnig að þessi aðferð sé minna stressandi fyrir fiskin en að flytja þá með bifreiðum eða hestum.