Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að það mun stöðva allar greiðslur til UNRWA, stofnunar innan Sameinuðu Þjóðanna sem sérhæfir sig í aðstoð við flóttamenn frá Palestínu. Samkvæmt yfirlýsingu Heather Nauert, talskonu utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, telur ráðuneytið starfsemi UNRWA gallaða og eftir ítarlega skoðun á málinu ákveðið að stöðva greiðslur. Árið 2016 lögðu Bandaríkin til um 368 milljónir dollarar til stofnunar, sem er um 30% af árlegum fjárframlögum til stofnunarinnar.
Hlutverk UNRWA er að aðstoða rúmlega 5 milljónir manna á Gasa, Vesturbakkanum, Jórdaníu og Líbanon. Aðstoðin felur í sér að byggja og reka skóla og sjúkrahús, ásamt því að veita matvælaaðstoð. UNRWA var stofnað árið 1948 til að aðstoða flóttamenn eftir stríð Ísraelsmanna og Araba á svæðinu. Um 525 þúsund börn mæta daglega í skóla sem eru reknir af UNRWA.
Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum, sagði í síðustu viku að UNRWA ýkti tölur um fjölda flóttamanna á svæðinu og að Palestínumenn væru sífellt að tala illa um Bandaríkjamenn.
Talsamaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, kallaði þessar aðgerðir áras á flóttamenn frá Palestínu.
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna brást við yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og lýsti yfir fullu trausti á starfsemi UNRWA og kallaði á önnur ríki til að leggja til meiri fjármuni til stofnunar svo hún gæti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þeim 5 milljónum flóttamanna sem hún aðstoðar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands brást fljótt við og sagði að Þjóðverjar myndu auka greiðslur sínar til stofnunar.