fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Bandaríkin stöðva greiðslur til flóttamannaaðstoðar

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 1. september 2018 11:03

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að það mun stöðva allar greiðslur til UNRWA, stofnunar innan Sameinuðu Þjóðanna sem sérhæfir sig í aðstoð við flóttamenn frá Palestínu. Samkvæmt yfirlýsingu Heather Nauert, talskonu utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, telur ráðuneytið starfsemi UNRWA gallaða og eftir ítarlega skoðun á málinu ákveðið að stöðva greiðslur. Árið 2016 lögðu Bandaríkin til um 368 milljónir dollarar til stofnunar, sem er um 30% af árlegum fjárframlögum til stofnunarinnar.

Hlutverk UNRWA er að aðstoða rúmlega 5 milljónir manna á Gasa, Vesturbakkanum, Jórdaníu og Líbanon. Aðstoðin felur í sér að byggja og reka skóla og sjúkrahús, ásamt því að veita matvælaaðstoð. UNRWA var stofnað árið 1948 til að aðstoða flóttamenn eftir stríð Ísraelsmanna og Araba á svæðinu. Um 525 þúsund börn mæta daglega í skóla sem eru reknir af UNRWA.

Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum, sagði í síðustu viku að UNRWA ýkti tölur um fjölda flóttamanna á svæðinu og að Palestínumenn væru sífellt að tala illa um Bandaríkjamenn.

Talsamaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, kallaði þessar aðgerðir áras á flóttamenn frá Palestínu.

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna brást við yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og lýsti yfir fullu trausti á starfsemi UNRWA og kallaði á önnur ríki til að leggja til meiri fjármuni til stofnunar svo hún gæti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þeim 5 milljónum flóttamanna sem hún aðstoðar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands brást fljótt við og sagði að Þjóðverjar myndu auka greiðslur sínar til stofnunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana