Danske Bank og Saxo Bank staðfesta að reynt hafi verið að brjótast inn í tölvukerfi þeirra. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.
Í áhættumatinu er varað við mikilli hættu á árásum sem þessum á danska banka og fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn er þar ekki undanskilinn. Ef árás af þessu tagi tekst og þrjótunum tekst að komast yfir fjármuni getur það í versta falli haft neikvæð áhrif á efnahag þjóðarinnar.
Thomas Lund-Sørensen, yfirmaður netöryggisdeildar leyniþjónustu hersins, segir að það sé ný þróun að erlend ríki reyni að brjótast inn í banka til að komast yfir háar fjárhæðir sem þau nota síðan í ríkisreksturinn. Hann segir að Norður-Kórea noti þessa aðferð einna mest.
En það eru ekki bara bankar og fjármálastofnanir sem eru í hættu í þessum efnum því almennir borgarar geta einnig verið skotmörk enda nota flestir netbanka.