fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Norður-kóreskir tölvuþrjótar reyndu að ræna stærsta banka Danmerkur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 06:09

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári reyndu erlendir tölvuþrjótar, líklegast á vegum stjórnvalda í Norður-Kóreu, að brjótast inni í tölvukerfi Danske Bank, sem er stærsti banki Danmerkur, en einnig var reynt að brjótast inn í tölvukerfi Saxo Bank. Þetta kemur fram í nýju áhættumati frá netöryggisdeild leyniþjónustu danska hersins.

Danske Bank og Saxo Bank staðfesta að reynt hafi verið að brjótast inn í tölvukerfi þeirra. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Í áhættumatinu er varað við mikilli hættu á árásum sem þessum á danska banka og fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn er þar ekki undanskilinn. Ef árás af þessu tagi tekst og þrjótunum tekst að komast yfir fjármuni getur það í versta falli haft neikvæð áhrif á efnahag þjóðarinnar.

Thomas Lund-Sørensen, yfirmaður netöryggisdeildar leyniþjónustu hersins, segir að það sé ný þróun að erlend ríki reyni að brjótast inn í banka til að komast yfir háar fjárhæðir sem þau nota síðan í ríkisreksturinn. Hann segir að Norður-Kórea noti þessa aðferð einna mest.

En það eru ekki bara bankar og fjármálastofnanir sem eru í hættu í þessum efnum því almennir borgarar geta einnig verið skotmörk enda nota flestir netbanka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli