Hún sendi hann í grænni peysu en ljósmyndarar nota oft grænan bakgrunn og því er ekki snjallt að vera í grænum fatnaði með slíkan bakgrunn. Í umfjöllun Love What Matters kemur fram að ljósmyndarinn hafði einmitt tekið grænan bakgrunn með í skólann þennan dag. Með því að nota slíkan bakgrunn er hægt að leika sér með myndirnar og breyta bakgrunninum og umhverfinu í tölvu. En ef fólk er í grænum fötum þá sjást þau ekki á myndunum.
Þegar Carter kom heim úr skóla sagði hann við móður sína að hann hefði ekki átt að vera í grænni peysu því grænn bakgrunnur hefði verið notaður. Hún var þó þeirrar skoðunnar að það myndi ekki ráða úrslitum og allt myndi þetta sleppa til.
Eins og sést á myndunum þá var það eina sem sést af Carter á þeim andlit hans og breitt brosið.