fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Mjög svo óheppilegar skólamyndir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 22:00

Svona var Carter klæddur þegar hann fór í skólann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða er skólaárið nýhafið og í mörgum skólum er það venja að taka myndir af nemendum við það tækifæri. Það er einmitt venjan að gera það í grunnskóla Carter Hutsell, 12 ára, í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum. En móðir hans, Laurel Boone Hutsell, var ekki alveg með þetta í huga þegar hún sendi Carter í skólann á myndatökudeginum.

Hún sendi hann í grænni peysu en ljósmyndarar nota oft grænan bakgrunn og því er ekki snjallt að vera í grænum fatnaði með slíkan bakgrunn. Í umfjöllun Love What Matters kemur fram að ljósmyndarinn hafði einmitt tekið grænan bakgrunn með í skólann þennan dag. Með því að nota slíkan bakgrunn er hægt að leika sér með myndirnar og breyta bakgrunninum og umhverfinu í tölvu. En ef fólk er í grænum fötum þá sjást þau ekki á myndunum.

Þegar Carter kom heim úr skóla sagði hann við móður sína að hann hefði ekki átt að vera í grænni peysu því grænn bakgrunnur hefði verið notaður. Hún var þó þeirrar skoðunnar að það myndi ekki ráða úrslitum og allt myndi þetta sleppa til.

Eins og sést á myndunum þá var það eina sem sést af Carter á þeim andlit hans og breitt brosið.

Eitthvað eru myndirnar nú skrýtnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana