Ofbeldishrotti sem sló kærustu sína hnefahöggi í andlitið hefur verið dæmdur til að greiða henni sem nemur rúmum tíu þúsund krónum í bætur.
Louise Reed, fórnarlamb árásarinnar, gagnrýnir dóminn harðlega og birti sjálf meðfylgjandi mynd máli sínu til stuðnings.
Árásarmaðurinn heitir Robert Jenney og er þrítugur en sjálf er Louise þremur árum yngri. Hún segir í færslu sinni að „sterka, sjálfstæða konan sem hún var“ hafi horfið þetta örlagaríka kvöld. Hún segist hafa þurft að flýja ofbeldismanninn út um eldhúsgluggann en þá hafði hann slegið hana í andlitið með þeim afleiðingum að mikið blæddi.
Robert og Jenney höfðu kannast við hvort annað í mörg ár áður en þau byrjuðu saman á síðasta ári eftir að hafa hist á fótboltaleik í heimabæ sínum, Middlesbrough á Englandi. Sambandið varði þó stutt og var það ekki síst vegna ofbeldisfullrar hegðunar Jenney. Þau hættu saman eftir þrjá mánuði en þá hafði Jenney ráðist á hana í tvígang.
Jenney var dæmdur á dögunum til að sinna tólf mánaða samfélagsþjónustu fyrir árásirnar og til að greiða Louise 75 pund, eða rúmar 10 þúsund krónur. Þá var hann dæmdur í tólf mánaða nálgunarbann.
Í færslu sinni, sem Mail Online vitnar til, segist hún óhress með dóminn og að Louise hafi átt skilið að fara í fangelsi. Árásin hefði geta haft alvarlegri afleiðingar í för með sér og jafnvel kostað hana lífið.
„Ég þjáist af martröðum og á erfitt með svefn. Ég hef þurft að flytja út úr íbúð minni og byrja upp á nýtt með dóttur minni. Ég þjáist af þunglyndi en hann gengur frjáls og getur haldið lífi sínu áfram, óáreittur.“