fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Elsti og þykkasti ísinn í Pólhafinu er að þiðna og brotna upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 04:18

Kortið sýnir útbreiðslu íss þann 21. ágúst. Gula línan sýnir meðalútbreiðslu íss frá 1981-2010. Mynd:NSIDC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa lengi talið að hafsvæðið norðan við Grænland væri það hafsvæði þar sem hafís myndi lengst standast loftslagsbreytingarnar. En nú hefur ísinn í Pólhafinu, norðan við Grænland, brotnað upp og skilið eftir opið haf alveg upp að ströndinni. Það eru vindáttir sem ýta hafís upp að Grænlandi og Kanada. Þetta veldur því að ísinn verður þykkari og gamall ís safnast upp. Af þessum sökum hafa vísindamenn talið að ísinn myndi halda velli lengi vel í Pólhafinu.

„Við höfum alltaf talið að svæðið norðan við Grænland myndi vera einhverskonar athvarf fyrir ísinn, hann myndi verða þar.“

Hefur BBC eftir Walt Meier, hjá bandarísku ís- og snjóstofnuninni (NSIDC).

Í sumar opnaðist tug kílómetra breitt sund á svæðinu þegar ísinn lét undan. Vindur ýtti ísnum á brott frá ströndinni og út í Pólhafið og því hefur myndast íslaust svæði norðan við Grænland þar sem þykkur ís ætti að vera til staðar.

Þetta er í annað skipti á þessu ári sem þetta gerist en aldrei áður hefur þetta gerst tvisvar á einu ári síðan mælingar með gervihnöttum hófust á áttunda áratugnum segir í umfjöllun The Guardian. Í febrúar var sama staða uppi en það var í fyrsta sinn sem hafsvæðið var íslaust að vetri til en það hafði áður gerst nokkrum sinnum að sumri til.

Ísinn norðan við Grænland hefur þynnst í kjölfar hlýrra sumra og því hreyfir vindurinn hann auðveldlega úr stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana