fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hver eiga viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks að vera þegar fólk deyr? Hvað reglur gilda um meðferð hins látna?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru viðkvæmar stundir sem í hönd fara þegar fólk deyr. Andlátið markar mikil þáttaskil í lífi þeirra sem eftir standa. Sorg og söknuður fylgir því að missa ástvini og það getur skipt miklu máli að aðstandendur fái góðan stuðning strax í upphafi. Það er mismunandi hvernig andlát ber að, það getur verið óvænt en stundum er langur aðdragandi að því og þá geta aðstandendur jafnvel undirbúið sig undir það.

Landlæknisembættið hefur gefið út leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsfólks um hvernig á bregðast við andláti. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar til upplýsinga og stuðnings þegar andlát bera að eins og segir í þeim.

Fram kemur að þegar andlát bera á heilbrigðisstofnun eigi alltaf að kalla til lækni sem staðfestir andlátið og gefur út dánarvottorð. Ef ættingjar eru ekki viðstaddir andlátið skal haft samband við þá hið fyrsta.

Í sorgarferlinu er umbúnaður hins látna mikilvægur og ef aðstandendur vilja vera með í ferlinu ber að virða það. Aðstandendur skulu spurðir ef einhver vafaatriði eru uppi um útlit hins látna eða tilhögun á umhverfi. Fjarlægja á allar nálar, slöngur og aðra aðskotahluti úr hinum látna. Líkami hans skal réttur af og skartgripir fjarlægðir. Hinn látni er þveginn á venjulegan hátt og hár greitt og þvegið ef þörf er á. Karlmenn eru rakaðir og konur snyrtar í samráði við aðstandendur. Búið er um sár og bómull sett í endaþarm, því næst bleiustykki og netbuxur yfir. Hinn látni er klæddur í skyrtu en börn oftast eins og foreldrar þeirra óska. Hreint lín skal sett á rúmið og sæng skal höfð yfir hinum látna á meðan aðstandendur eru á staðnum.

Þá er farið ítarlega yfir hvernig eigi að ganga frá eigum hins látna og að taka eigi tillit til óska aðstandenda hvað varðar kveðjustund. Einnig er farið yfir hvernig eigi að standa að flutningi hins látna.

Hér er hægt að lesa leiðbeiningarnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana