fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Pressan

Húðflúr á brjóstkassa orsakaði næstum alvarleg mistök í skurðaðgerð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. maí 2018 08:30

Húðflúr unga mannsins. Mynd:BMJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur varla verið hættulegt að vera með spilunartakka (play button) húðflúraðan á brjóstkassann? Það er hugsanlega það sem ungur breskur karlmaður hugsaði með sér þegar hann lét húðflúra sig. En þetta litla húðflúr orsakaði nærri alvarleg mistök þegar ungi maðurinn þurfti að fara í skurðaðgerð.

Maðurinn, sem er 23 ára, þurfti að fara í skurðaðgerð á öxl. Þegar skurðlæknarnir voru að undirbúa sig undir aðgerðina tóku þeir eftir húðflúrinu á brjóstkassanum. Húðflúrið er þess eðlis að læknarnir hefðu auðveldlega getað talið það vera merkingu á staðnum sem þeir ættu að gera aðgerðina á.

Í grein í the British Medical Journal kemur fram að húðflúrið hafi valdið „töluverðu uppnámi“ á skurðstofunni á St Georges sjúkrahúsinu í Lundúnum og „hefði hugsanlega geta valdið misskilningi um skurðaðgerðina“.

Aðgerðin tókst þó vel og skorið var í réttan stað á líkamanum.

„Foreldrar mínir sögðu mér alltaf að húðflúrin mín myndu kenna mér lexíu dag einn. Ég held ekki að þau hafi séð þetta fyrir sér. Það er gott að ég gat verið uppspretta ringulreiðar og vonandi menntunar.“

Sagði ungi maðurinn að aðgerðinni lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt mál skekur Svíþjóð – „Algjör klikkun“

Hræðilegt mál skekur Svíþjóð – „Algjör klikkun“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Safn smjörkóngsins selt á uppboði – Reikna með að fá 10 milljarða fyrir það

Safn smjörkóngsins selt á uppboði – Reikna með að fá 10 milljarða fyrir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skrímslið í Avignon játar brot sín og segist vera nauðgari – „Ég eyðilagði allt, ég tapaði öllu. Ég þarf að gjalda fyrir brot mín“

Skrímslið í Avignon játar brot sín og segist vera nauðgari – „Ég eyðilagði allt, ég tapaði öllu. Ég þarf að gjalda fyrir brot mín“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þóttist vera 17 ára en var 27 ára – Verður í fangelsi næstu 40 árin hið minnsta

Þóttist vera 17 ára en var 27 ára – Verður í fangelsi næstu 40 árin hið minnsta