fbpx
Laugardagur 18.september 2021
Kynning

Uppáhaldsmúsin býður í tónlistarferðalag í Eldborg

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 10:33

Það verður fjör í Eldborg þegar Maxímús Músíkmús villist inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögurnar um Maxímús Músíkús mynda eitt ástsælasta tónlistarævintýri þjóðarinnar og hafa þær vakið mikla hrifningu um allan heim. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina laugardaginn 13. febrúar.

Að þessu sinni villist músin ástsæla inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem hún kynnist tónlistinni af eigin raun og leiðir hlustendur með sér inn í heillandi hljóðheim sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónlistin sem hljómar á tónleikunum kemur úr ýmsum áttum og má þar nefna Bolero eftir Maurice Ravel og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Ævintýrið um Maxa og hljómsveitina er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Margrómað ævintýri

Ævintýrið um Maxa hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun og verið þýtt á fjölda tungumála. Höfundur tónlistarævintýranna um Maxímús Músíkús er Hallfríður Ólafsdóttir, en hún var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma tvo áratugi og eru tónleikarnir tileinkaðir minningu hennar. Þórarinn Már Baldursson víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands myndskreytir sögurnar.

Valur Freyr Einarsson er sögumaður í sýningunni.

Tónlistarævintýrið Maxímús heimsækir hljómsveitina fer fram á laugardaginn 13. feb. í Eldborgarsal í Hörpu, klukkan 14:00 og 16:00 og stendur yfir í um klukkustund. Miðaverð er 2.700 – 3.000 kr.

Hljómsveitarstjórn er í höndum Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstóra hljómsveitarinnar og sögumaður er Valur Freyr Einarsson, leikari.

Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands stýrir hljómsveitinni.

Takmarkað sætaframboð á tónleikana

Í samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleikana takmarkað. Vegna fjarlægðartakmarkana er gestum raðað í sæti af starfsfólki miðasölu til þess að tryggja að bil milli gesta sé í samræmi við sóttvarnarreglur. Úthlutun sæta fer fram 24 tímum áður en tónleikar hefjast og fá miðahafar sendan tölvupóst með sætanúmerum daginn fyrir tónleika, föstudaginn 12. febrúar. Tónleikagestum 15 ára og eldri ber skylda að vera með grímur á viðburðinum. Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir án hlés. Við biðjum gesti að gæta vel að sóttvörnum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.

Miðasala fer fram á miðavef sinfóníuhljómsveitarinnar, sinfonia.is og í miðasölu Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
11.06.2021

Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!
Kynning
12.03.2021

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum
Kynning
08.03.2021

Hleðslan – Nú eru góð ráð ekki dýr

Hleðslan – Nú eru góð ráð ekki dýr