fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Kynning

Ný upplifun í náttúruparadís

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 8. desember 2020 12:08

Bjarni Bjarnason forstjóri OR: „Okkur langar að fræða fólk á öllum aldri, en ekki síst unga fólkið okkar, um það flókna veitukerfi sem sér húsunum og íbúunum fyrir þeirri grunnþjónustu sem við teljum nú sjálfsagðan hluta af daglegu lífi.“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næsta ári verða liðin hundrað ár síðan rafstöðin í Elliðaárdal var vígð. Í tilefni þess ætlar OR að glæða dalinn enn frekara lífi með opnun sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar.

Torfan við Rafstöðvarveg fær þá nýtt hlutverk þar sem þessi merkilega saga okkar verður sögð með fjölbreyttri og fræðandi upplifun, bæði innan dyra og í ævintýralegu umhverfi dalsins.

Elliðaárdalurinn er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði borgarinnar þar sem Orkuveita Reykjavíkur hefur gegnt lykilhlutverki í gegnum árin. Það var sannkölluð bylting þegar rafstöðin var tekin í gagnið á sínum tíma og má segja að hún hafi lýst leiðina til framtíðar. Ekki aðeins með því að framleiða rafmagn heldur skapaði hún þekkingu og hugvit sem samfélagið býr enn að í dag. Með framsýni rafmagnsstjóra í skógræktarmálum var hrjóstrugum hólma breytt í gróið útivistarsvæði þar sem þrífst nú fjölbreytt plöntu- og fuglalíf.

Stefnt er á opnun sýningarinnar á 100 ára afmæli rafstöðvarinnar á næsta ári.

Í Elliðaárstöð munu skólahópar, fjölskyldur, fróðleiksþyrstir og útivistarfólk geta kynnt sér vísindin og tæknina sem falin er í veggjum hvers heimilis á sama tíma og þau kynna sér hvernig veiturnar umbyltu lífsgæðum í Reykjavík.

Það er hönnunarteymið Terta, sem sigraði opna samkeppni OR í upphafi síðasta árs sem hefur veg og vanda að hönnun sýningarinnar. Teymið skipa þau Magnea Guðmundsdóttir og Eva Huld Friðriksdóttir arkitektar, Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og Atli Bollason verkefnastjóri.

Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins www.ellidaarstod.is

Bjarni Bjarnason forstjóri OR segir: „Við hlökkum mikið til að opna sýninguna í Elliðaárstöðinni á 100 ára afmælinu á næsta ári. Við segjum stundum að veiturnar okkar séu grunnur að lífsgæðum, sem íbúarnir búa við og byggja ofan á. Það er líka sameiginlegt veitunum að íbúarnir taka yfirleitt ekki eftir þjónustunni nema hún bregðist. Okkur langar að fræða fólk á öllum aldri, en ekki síst unga fólkið okkar, um það flókna veitukerfi sem sér húsunum og íbúunum fyrir þeirri grunnþjónustu sem við teljum nú sjálfsagðan hluta af daglegu lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7