fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að þúsundþjalasmiðurinn Smári Hólm Kristófersson sé lifandi sönnun þess að kraftaverkin gerast enn. Hann lenti í alvarlegu bílslysi í Danmörku fyrir nokkrum árum þar sem hann hlaut heilaskaða og var í kjölfarið stimplaður öryrki. Upp frá því tóku örlögin í taumana. „Allt var á niður leið  hjá okkur fjárhaglega.“

Heppinn að vera í Benz

„Ég lenti í alvarlegu bílslysi árið 2008 þegar ég bjó í Danmörku, sem varð til þess að ég varð óvinnufær og var settur á öryrkjabætur. Gömlum Volvo var ekið í veg fyrir Benzinn minn á 100 kílómetra hraða. Það var eldri kona við stýrið og sem betur fer var enginn í farþegasætinu því Volvoinn fór alveg í vinkill og það voru 20 sentimetrar eftir af farþegasætinu.

Ég man eftir því að lögreglan sagði við mig eftir slysið: „Þú varst heppinn að vera í Mercedes Benz.“ „Ha af hverju?“ spurði ég hann og undraði mig á hvað hann meinti eiginlega með því. Hann sagði að Benzinn væri sterkbyggður bíll og að ef ég hefði verið á smábíl þá hefði ég alveg örugglega verið steindauður og  niðri í kjallara, þetta hefði verið mjög alvalegt bílslys sem ég lenti í. „Þú mátt teljast heppinn að vera á lífi,“ sagði hann. Konan í Volvonum lifði af áreksturinn og sagði lögreglan það alveg furðulegt, en að það hefði líklega verið af því að hún var á Volvo.“

Hér sést hvernig Volvoinn var útleikinn eftir áreksturinn.

Ráfaði um týndur

„Ég bjó með konunni minni í Danmörku á þessum tíma og í þrjú ár ráfaði ég um heima hjá mér alveg týndur. Ég hafði hlotið áunninn heilaskaða eftir slysið og mundi ekkert. Var varla fær um að tala, hvorki eigið móðurmál né dönsku. Ég hafði þó minningar um konuna mína sem hjálpaði mér í gegnum þetta erfiða tímabil. Ég gat ekkert unnið og var alveg að missa móðinn. Ég var kominn á ansi myrkan stað og konan missti svo vinnuna í kjölfarið vegna niðurskurðar, við ákváðum að fara til Íslands og fá okkur vinnu til að reyna að halda húsinu okkar í Danmörku. Það var þá sem kraftaverkin fóru að gerast. Mér finnst eins og Guð hafi  gripið inn í lífið fyrir mig á Íslandi. Kraftaverkið varð til þess að ég lifði og gat fylgt örlögum mínum. Góður maður kom með undraefnið ProLan til mín og sagði mér að nota þetta. Ég þakka honum mikið fyrir og hugsa oft til hans. Síðan þá hefur allt komið upp í hendurnar á okkur.“

Kraftaverkaefnið ProLan

„Ég kom heim til Íslands með konunni og það var þá sem hjólin fóru að snúast. Mér áskotnaðist húsnæði til þess að búa í, sem vinur minn reddaði mér. Svo fékk ég bílalyftu frá öðrum gegn því að ég ryðverði bílinn hans. Ég opnaði ryðvarnarverkstæðið Hjá Smára Hólm í Hafnarfirði og var þá með annað efni sem er úr lanólín, en það uppfyllti ekki þann staðal og gæði sem ég var að leita eftir. Fyrir um fjórum árum komst ég svo í tæri við undraefnið ProLan.“

Virka efnið í ProLan er lanolín, öðru nafni ullarolía sem myndast í hárum dýra sem hafa ullarfeld. Lanolín er undraefni og uppistaðan í mörgum snyrtivörum, ProLan er framleitt sem smurefni fyrir matvælaiðnað. Í flugvélar hjá her Ástralíu eru notaðar ProLan-vörurnar  og hafa þær staðist prófanir við öfgafullar aðstæður, m.a. kröfur NSF-vottunar EU og því er óhætt að nota efnið í matvælaiðnaði. ProLan stenst háþrýstiþvott með allt að 170 bara þrýstingi. Einnig þolir efnið klór og sterk sápuefni, tjöru- og olíuhreinsi, auk þess sem sandur, ryk og moldarleðja loðir ekki við það. Það skemmir ekki gúmmí og hefur einangrun fyrir allt að 70 kílóvolt. Og það besta við efnið er að það er náttúrulegt. Það er lítið af aukaefnum í ProLan, og þar sem það er óhætt að nota það í matvælaiðnað, þá er það að auki nær skaðlaust fyrir umhverfið. Í Danmörku eru þeir að bera ProLan á hesta með soríasis með góðum árangri.“

Ótrúlegir möguleikar

„Leif Nilsen, sem er umboðsaðili ProLan í Evrópu og er staðsettur í Danmörku, kom í heimsókn til okkar hér á Íslandi til að sjá og kynnast okkar starfsemi. Hann trúði ekki sínum eigin augum þegar hann komst að því að ég væri að ryðverja með ProLan og varð furðu lostinn yfir öllum þeim uppátækjum sem ég var að prófa. Ég hef alltaf verið ofvirkur og með frjótt ímyndunarafl og fljótlega eftir að ég kynntist efninu gerði ég prófanir á því. Forvitnin er mér eðlislæg. Ef maður prófar ekki þá uppgötvar maður ekki möguleikana. Ég komst að því að notkunarmöguleikarnir eru nánast endalausir og þá varð ekki aftur snúið.

Ég fór að ryðverja bíla með ProLan, botnverja báta, nota sem leðurfeiti og margt fleira. Fyrir fjórum árum prófuðum við að setja á ryðbólur á bílum. Í dag hafa þessir ryðbólur ekkert breyst og ryðinu er algerlega haldið í skefjum af ProLan. Ég setti upp keðjur við Hellisheiðarvirkjun til að sjá hvort efnið stæðist tæringu af völdum brennisteinsvetnis, sem það og þolir. ProLan er ótrúlegt efni og hefur miklu meiri virkni en öll önnur ryðvarnarefni sem ég hef prófað. Auk þess hef ég prófað þetta sem felgu- og bílabón og fleira. Reyndar var gamla mjallarbónið búið til úr lanólíni eins og ProLan er búið til úr. Að auki skemmir Prolan ekki gúmmi (getur þó haft áhrif á EPDM-gúmmí), þvert á móti ver það gúmmí og smyr. Það kemur m.a. í veg fyrir að bílhurðir frjósi fastar.“

Kúnnar sem höfðu keypt vöruna komu líka til mín og sögðu mér frá ýmsum notkunarmöguleikum sem þeir höfðu uppgötvað. Einn göngugarpur sagði mér að þetta væri besta efnið sem hann hefði komist í tæri við. Hann hefur ekki blotnað í fæturna síðan hann byrjaði að nota ProLan á skóna. Svo kom til mín byggingarverktaki um daginn sem hefur verið að nota ProLan í steypumót. Hann hefur ekki lent í vandamálum með að ná úr mótunum síðan hann byrjaði að nota efnið.“

ProLan fæst í mismunandi þykktum, allt frá þunnri olíu sem hægt er að spreyja á með brúsa til þykkrar feiti sem borin er á fleti. Einnig fæst efnið í mismunandi einingastærðum.

Sjá nánar á vefsíðunni www.prolan.is og www.smariholm.com

Fecebook-síðunni Prolan ryðvörn og Hjá Smára Hólm. Rauðhella 1, Hafnarfirði S. Sími: 861-7237

Tímapantanir í síma 788-5590

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum