Dagana 1.–3. október 2025 verður Iðnó í Reykjavík miðpunktur alþjóðlegrar umræðu um hamp og kannabis þegar Hemp4Future ráðstefnan fer fram í annað sinn. Þar koma saman helstu sérfræðingar í vísindum, atvinnulífi, nýsköpun og menningu í notkun hempplöntunnar til að ræða hvernig þessi forna planta gæti orðið lykillinn að grænni framtíð Íslands.
Meðal fyrirlesara eru alþjóðleg nöfn á borð við Bob Hoban, alþjóðlegan leiðtoga í kannabisrétti, Jamie Pearson, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Bhang Inc., Dr. Stuart Titus, frumkvöðull í CBD-iðnaði, Heidi Whitman, formaður EmpowHer Cannabis Society, og Beau Whitney, aðalhagfræðing Whitney Economics. Þá munu einnig halda erindi Dr. Aneta A. Ptaszyńska, prófessor frá Póllandi og sérfræðingur í vernd býflugna, og Dr. Magnús Þórsson, íslenskur fræðimaður búsettur í Bandaríkjunum sem stofnaði fyrsta háskólanám í Cannabis Studies í Bandaríkjunum.
„Hampur er ekki bara efniviður nýrrar atvinnugreinar, heldur lykilplanta í sjálfbærni – frá byggingarefni til heilsuvöru og matvæla,“ segir Bob Hoban. „Ísland er í einstakri stöðu til að nýta sér þessi tækifæri.“
Dr. Magnús Þórsson bætir við: „Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig sem Íslending að sjá hvernig alþjóðlegt samtal um kannabis getur haft bein áhrif hér heima. Ísland getur verið til fyrirmyndar í vísindalegri nálgun og nýtingu á plöntunni.“
Daginn áður en ráðstefnan hefst fara fram tvær fjögurra tíma vinnustofur sem bjóða bæði bændum og almenningi að kafa dýpra í möguleika hamp- og kannabisplöntunnar:
Bændanámskeið – Hamprækt frá fræi til markaðar
Með James Ochse (Bandaríkin) og Dr. Jan J. Slaski (Kanada).
Þátttakendur læra um fræval, ræktunaraðferðir, uppskeru og vinnslu hampafurða – með skýra yfirsýn yfir alla virðiskeðjuna frá fræi til markaðar.
Heilsu- og vellíðunarvinnustofa fyrir konur – Kannabis er planta fyrir konur
Með Dr. Magnúsi Þórssyni (Bandaríkin), Söru Payan (Bandaríkin) og Melanie Wentzel (Bandaríkin).
Sérstök vinnustofa sem fjallar um hvernig kannabis getur stutt heilsu og vellíðan kvenna á mismunandi skeiðum lífsins, sérstaklega á tíðahvörfum. Rætt verður um áhrif CBD, THC og terpína á hormónakerfi kvenna, auk tengingar við íslensk jurtavísindi og framtíðarmöguleika.
Hampur er ein fjölhæfasta planta jarðar: hann vex hratt, krefst lítils vatns og getur nýst í fjölmörgum greinum.
Dagsetningar: 1.–3. október 2025
Ráðstefna: Iðnó, Reykjavík
Vinnustofur: Akógessalurinn, Lágmúli, Reykjavík
Skráning og miðar: www.hemp4future.is