fbpx
Miðvikudagur 08.febrúar 2023
Kynning

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 17:12

Hver hlutur er einstakur og það er gaman að blanda saman litum enda passa þeir einstaklega vel saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bitz vörurnar hafa heldur betur slegið í gegn undanfarið enda er um að ræða hágæða matarstell þar sem gæði og fegurð fara saman á einstakan máta. Í krafti tiltektardaga Vogue býður verslunin nú upp á 20% afslátt af hinum sívinsælu Bitz vörum til laugardagsins 10. júlí.

Matarborðið verður smart með Bitz matarstelli og hnífapörum.

Vogue hefur á stuttum tíma þróast út frá því að vera vefnaðarvöruverslun yfir í að vera ein flottasta húsgagnaverslun landsins, og býður einnig upp á fallegar gjafavörur og fleira sem gaman er að fegra hýbýli með. „Við heilluðumst strax að Bitz vörunum og urðum hreinlega að bjóða upp á þær í versluninni. Þetta eru algerar eðalvörur fyrir þá allra kröfuhörðustu. Bitz býður upp á ótrúlega fjölbreytta vörulínu sem samanstendur af hefðbundnu matarstelli úr leir með matardiskum, kökudiskum, kaffikrúsum, bollum, súpuskálum, salatskálum og fleira. Einnig eru blómapottar, stærri skálar, föt og fleira úr leir. Þá eru að auki glerglös og aðrar glervörur en einnig falleg hnífapör. Þá eru þeir einnig með ótrúleta smart brass hnífapör og fleira. Bitz er sífellt að bæta við vörulínurnar sínar og koma með nýjar vörur og liti og fyrir stuttu komu frá þeim dýrindis diskamottur og dúkar,“ segir Helgi Valur, sölufulltrúi hjá versluninni Vogue.

Bitz línan inniheldur líka fallega blómapotta og vasa úr leir.

Engir tveir hlutir nákvæmlega eins

Bitz er algert eðalstell sem gaman er að safna í. Þá kemur línan í mörgum litum sem hægt er að velja á milli. „Svo er líka gaman að sanka að sér í mismunandi litum enda passa þeir allir hrikalega vel saman. Það er líka skemmtilegt við stellið að það eru engir tveir hlutir alveg eins. Glerungurinn á leirvörunum gerir það að verkum að það myndast heillandi lífrænt mynstur í hverjum disk eða bolla. Bitz stellið sómir sér alveg einstaklega vel á borði enda hefur stellið verið afar vinsælt hjá veitingageiranum.“

Bitz matarstellið er ótrúlega endingargott en líka fallegt. Það þarf því ekki að fórna fegurð fyrir endingu.

Ótrúlega sterkar og slitsterkar vörur

Í Bitz vörunum er notaður fyrsta flokks leir sem er einstaklega slitsterkur og þolinn. „Þetta eru sterkir hlutir og mega fara í uppþvottavélina, sem er alls ekki raunin með mörg sparistell, sem sum hver þarf að skola varleg af með volgu vatni og næstum engu öðru. Glerungurinn gerir leirvörurnar líka níðsterkar og þær mega fara í ofn sem er allt að 220°C heitur. Þú getur ekki bakað matinn þinn í hvaða matarstelli sem er, en þú getur það í Bitz. Það er alveg klárt mál að þetta verður matarstell sem mun erfast fram í næstu kynslóðir.“

Njótum matarins á fallegum diskum

„Daninn Christian Bitz, sem hannaði línuna, er þekktur næringarfræðingur, þáttastjórnandi, fyrirlesari og metsöluhöfundur í Danmörku. Hugmyndafræði hans á bak við línuna er sú að maður eigi að fá að njóta þess að borða hollan og ljúffengan mat á fallegum diskum. Þá var hans skoðun að í stað þess að telja endalausar kaloríur þá væri mun mikilvægara að minnka skammtastærðir. Hann hannaði því línurnar út frá því að matardiskarnir væru í hæfilegri stærð.

Christian Bitz. Hugmyndafræðin á bak við Bitz er að maður eigi að fá að njóta þess að borða hollan og ljúffengan mat á fallegum diskum. Diskarnir eru í hæfilegum stærðum fyrir heilsusamlegar skammtastærðir.

Bitz býður einnig upp á stærri matardiska sem hafa verið mjög vinsælir hjá veitingageiranum, þar sem diskarnir eru oft listilega skreyttir, sem krefst örlítið stærri striga en sunnudagssteikin,“ segir Helgi.

Núna eru tilboðsdagar í versluninni Vogue og í tilefni þess verða allar Bitz vörurnar á 20% afslætti fram til 10. júlí. Allar Bitz vörurnar og meira til er einnig fáanlegt í vefversluninni vogue.is. Nú er tilvalið að koma sér upp einu endingarbesta og fallegasta matarstelli sem fæst á Íslandi eða bæta í safnið sem nú þegar er til.

Vogue er staðsett að Síðumúla 30 í Reykjavík. Opnunartímar eru frá 10-18 á virkum dögum og laugardaga frá 11-16. Sími: 533-3500.

Vogue er einnig staðsett að Hofsbót 4 á Akureyri. Opnunartímar eru frá 10-18 á virkum dögum og laugardaga frá 11-14. Sími: 462-3504.

Verði þér að góði með Bitz.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
07.12.2022

Stjörnurnar á frumsýningu Avatar: The Way of Water

Stjörnurnar á frumsýningu Avatar: The Way of Water
Kynning
25.11.2022

Líkamsmeðferðir stjarnanna á alvöru Black Friday tilboðum

Líkamsmeðferðir stjarnanna á alvöru Black Friday tilboðum
Kynning
08.11.2022

1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar 

1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar 
Kynning
04.11.2022

Heimsfrumsýning á rafmagnsjeppanum Volvo EX90

Heimsfrumsýning á rafmagnsjeppanum Volvo EX90
Kynning
20.09.2022

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík
Kynning
19.09.2022

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!