fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Kynning

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag: Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggi og velferð barna og ungmenna í forgrunni. Gríðarleg fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda á síðasta ári. Vitundarvakning 112 í febrúar. Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni. Félags- og barnamálaráðherra heldur ávarp og veitir viðurkenningar.

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári. Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Áhersla verður lögð á öryggi og velferð barna og ungmenna í febrúar í auglýsingum og umfjöllun í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vitundarvakningin fer fram í samvinnu við og með stuðningi félagsmálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins.

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 15,6 prósent milli áranna 2019 og 2020. Þetta er meiri fjölgun á milli ára en sést hefur undanfarin ár, en á tímabilinu 2015-2019 fjölgaði tilkynningum um 7,3 prósent að meðaltali á milli ára. Hlutfallslega hefur fjölgunin verið mest vegna ofbeldis, en tilkynningum vegna ofbeldis fjölgaði um rúm 25 prósent 2019-2020. Mest hefur aukningin verið vegna líkamlegs ofbeldis annars vegar og tilfinningalegs ofbeldis hins vegar og nemur sú aukning 25-30 prósent á landsvísu.

Mikilvægi almennings í barnavernd kom berlega í ljós árið 2020, þegar viðvera í skólum var minni, íþróttastarfsemi í lágmarki og heimaveran meiri. Árið 2020 fjölgaði tilkynningum frá ættingjum um 44 prósent og frá nágrönnum fjölgaði þeim um 35 prósent frá því sem var árið 2019. Tilkynningar til barnanúmersins 112 voru alls 1.200 talsins í fyrra.

Skilaboð 112 og samstarfsaðila 112-dagsins til almennings í tilefni dagsins eru:

  • Að allir viti hvað telst ofbeldi gegn börnum.
  • Að fólk þekki úrræðin sem eru í boði og hiki ekki við að láta vita í 112 ef grunur leikur á að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi.

Upplýsingar um þetta er að finna á gátt um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is. Þar geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál.

Í 112-blaðinu sem fylgir Fréttablaðinu í dag er fjallað ítarlega um barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna frá ýmsum sjónarhornum.

Félags- og barnamálaráðherra flytur ávarp

Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til athafnar sem að þessu sinni fer fram á vefnum. Henni verður streymt á samfélagsmiðlum kl. 12 í dag.

Dagskrá

  • Ávarp: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
  • Verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2020 afhent
  • Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur

Félags- og barnamálaráðherra mun afhenda hópi barna verðlaun fyrir þátttöku í Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hann mun einnig afhenda skyndihjálparmanni ársins viðurkenningu.

Embed

Samstarfsaðilar 112-dagsins

112-dagurinn er samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu. Þau eru: 112, Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin, Æskulýðsvettvangurinn og samstarfsaðilar um allt land.

112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð. Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.11.2021

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann
Kynning
05.11.2021

Fann mun á sér eftir fjóra daga á CBD

Fann mun á sér eftir fjóra daga á CBD
Kynning
22.09.2021

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO
Kynning
13.09.2021

Kombucha, kaffi, kokteilar og kræsingar á Barr

Kombucha, kaffi, kokteilar og kræsingar á Barr
Kynning
13.07.2021

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum
Kynning
02.07.2021

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn
Kynning
11.06.2021

Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!