fbpx
Þriðjudagur 31.janúar 2023
Kynning

Æsandi gaman í hverjum glugga í desember

Kynning
Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. október 2021 10:37

Einstaklega mjúkur endurhlaðanlegur kanínutitrari með eyrum sem að örva snípinn á sama tíma. Þú færð nóg af möguleikum með 8 mismunandi taktstillingum og 3 kraftstillingum. Þessi kemur í Premium Amorana jóladagatalinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsalan á jóladagatölunum sívinsælu frá Hermosa er hafin og stendur fram til 20. október. „Það er nóg til hjá birginum okkar og ættu því öll að geta nælt sér í desembergleði sem vilja. Dagatölin eru svo afhent í lok nóvember,“ segir Kristín Björg Hrólfsdóttir, eigandi Hermosa ásamt Vilhjálmi Þór Gunnarssyni.

Kristín og Vilhjálmur eru eigendur Hermosa vefverslunar. Mynd/Ernir

„Við byrjuðum að flytja inn kynlífstækjajóladagatöl fyrir nokkrum árum síðan. Í fyrra tókum við Premium og Classic Amorana jóladagatölin í sölu hjá okkur í fyrsta skipti. Við vorum einstaklega ánægð með innihaldið í fyrra enda eru dagatölin stútfull af kynæsandi og spennandi leikföngum fyrir öll kyn. Þá hafa Amorana dagatölin það framyfir mörg önnur jóladagatöl, að þau innihalda ekki bara leikföng frá einu fyrirtæki, heldur dágott safn af allskonar flottum kynlífstækjum frá allra bestu og þekktustu framleiðendunum.

Það eru margir að selja kynlífstækjajóladagatöl og öll innihalda þau töluvert af aukahlutum. En Amorana dagatölin finnst okkur vera extra vegleg enda innihalda þau hlutfallslega fleiri rafknúin tæki en önnur dagatöl á markaðnum,“ segir Kristín.

Dagatöl sem gefa nánd

Jólamánuðurinn er hjá mörgum gífurlega stressandi tími. Vetrarmyrkrið er byrjað að segja til sín og mörg pör gleyma að njóta sín í jólaösinni. „Það hefur sýnt sig og sannað hjá mörgun pörum að Amorana kynlífstækjajóladagatölin gera desember að skemmtilegasta tíma ársins. Það getur verið mikið að gera í desember og fólk gleymir stundum að skemmta sér saman í öllu amstrinu. En þá er tilvalið að hafa eitthvað á hverjum degi til þess að minna sig á að það er alltaf hægt að búa til tíma fyrir nánd,“ segir Kristín.

Ætlar þú að vera óþekk/ur í desember?

Amorana Classic og Premium

Classic jóladagatalið inniheldur 25 spennandi vörur sem munu gera desember að allgerri unaðsbombu. Hér er að finna fjölbreytt safn af leikföngum fyrir hana, hann og paratæki. Classic jóladagatalið kostar 24.990 kr. forsölu og er verð á hverri vörumrétt undir 1000 kr.

Amorana Classic dagatalið inniheldur 25 unaðsvörur sem birta upp skammdegið.

Premium kynlífstækjadagatalið kostar 39.990 kr. og inniheldur 29 unaðsvörur fyrir hann, hana og pör. „Það kom okkur á óvart í fyrra að langflestir keyptu frekar Premium dagatalið heldur en Classic, eða um 90% keypti Premium. En við skiljum svo sem afhverju. Verðmunurinn er langt frá því að vera óyfirstíganlegur og svo er fólk að fá miklu meira fyrir peninginn. Við reiknuðum út hvað hver vara kostar í Premium dagatalinu að meðaltali og komumst að því að þú ert að borga 1.379 kr. á dag, sem er auk þess lægra verð en ódýrasta varan myndi kosta ein og sér. Dýrasta varan í jóladagatalinu er aftur á móti Womanizer Classic og kostar 19.900 kr.“

Amorana Premium inniheldur 29 unaðslegar vörur fyrir hann, hana og paratæki.

Komdu makanum á óvart

Það hefur verið mjög algengt að fólk kaupi jóladagatal til að koma makanum á óvart í desember. „Í fyrra þyrfti eitt par að skila einu Premium dagatali því báðir höfðu keypt til að koma hinum á óvart.“

Dagatölin í ár eru ekki ósvipuð þeim sem fengust í fyrra en þó eru nokkrar breytingar og einhver ólík tæki á milli ára. „Mér skilst það séu mörg pör sem kaupi svona jóladagatöl oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þau kaupa kannski ekki á hverju ári, en reglulega. Kynlífsleikföng eru líka alltaf að verða vinsælli yfir jólamánuðina. Þetta eru kannski ekki gjafir sem þú setur undir jólatréð, eða ég hef allavega ekki heyrt af því ennþá. En þetta er stórskemmtilegur aukapakki til að koma á óvart með, seinna um kvöldið,“ segir Kristín.

Jólasveinninn kemur í kvöld

Hermosa er eina kynlífsleikfangabúðin á Íslandi sem selur Amorana jóladagatölin. Jólasveinninn rukkar ekki fyrir heimsendingu á jólagjöfum og það gerir Hermosa heldur ekki. „Eins og gildir um allar okkar vörur, þá fylgir frí heimsending á dagatölunum um land allt. Við erum líka mjög ánægð með hvað pör úti á landi eru dugleg að kaupa jóladagatölin.“

Að sögn Kristínar eru flest kynlífstækjajóladagatöl hönnuð fyrir gangkynhneigð pör og innihalda leikföng fyrir karla, konur og paraleikföng. „Við reyndum okkar besta við að finna dagatöl sem henta fjölbreyttari pörum en það var mjög fátt í boði. En ég myndi segja að jóladagatalið í ár geti líka vel hentað tveimur konum. Premium dagatalið inniheldur þá þrjú tæki sem eru hönnuð fyrir typpi sem gætu orðið skemmtileg gjöf fyrir góðan vin til dæmis.“

Gaman í hverjum glugga

Dagatölin eru líka vel hönnuð og skipulögð að því leyti að tækjunum er vel dreift. „Skemmtilegustu tækin eru ekki bara í lokin, heldur dreifast þau jafnt um dagana. Svo eru bæði sleipiefni og hreinsiefni snemma í dagatalinu svo það þarf ekki að kaupa það sérstaklega. Endurhlaðanleg raftæki koma svo hálfhlaðin og rafhlöðudrifnum tækjum fylgir batterý þannig að það er hægt að hafa gaman strax í hverjum glugga.

Við höfum heyrt frá mörgum pörum að það geti verið yfirþyrmandi að stunda kynlíf með nýju tæki eða aukahlut á hverjum einasta degi í 24 daga í desember, sem er vel skiljanlegt. Auðvitað má „svindla“ aðeins, og lengja skemmtunina fram á nýja árið. Það er allur gangur á því hvernig fólk hagar þessu. Sumir opna á hverjum degi og nota kannski tvö eða þrjú tæki í hvert skipti, á meðan aðrir geyma það að opna dagatalið þangað til löngunin kemur upp,“ segir Kristín.

Skoðaðu úrvalið af kynlífsleikföngum hjá hermosa.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
11.11.2022

Einn öflugasti skilaréttur sem þekkist á Íslandi

Einn öflugasti skilaréttur sem þekkist á Íslandi
Kynning
08.11.2022

1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar 

1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar 
Kynning
26.10.2022

Heimilið verður að griðarstað með Boozt

Heimilið verður að griðarstað með Boozt
Kynning
19.10.2022

Goðsögnin Ford Bronco snýr aftur

Goðsögnin Ford Bronco snýr aftur
Kynning
26.09.2022

Draumsýn sem er orðin að veruleika: Því það þarf heilt þorp til að ala upp barn

Draumsýn sem er orðin að veruleika: Því það þarf heilt þorp til að ala upp barn
Kynning
20.09.2022

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík
Kynning
08.09.2022

Pop Up Haustmarkaður í Laugardalnum og á netinu um helgina

Pop Up Haustmarkaður í Laugardalnum og á netinu um helgina
Kynning
07.09.2022

50% afsláttur á Pizzunni til 11. september

50% afsláttur á Pizzunni til 11. september