fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Handhæg og öflug sótthreinsitækni úr heilbrigðisgeiranum heima hjá þér

Kynning
Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. maí 2021 08:00

Þó svo við sótthreinsum hendurnar reglulega verða raftækin oftar en ekki útundan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er orðið langt síðan þú sótthreinsaðir snjallsímann þinn? Snertingar okkar við almenna fleti í daglegu lífi skipta þúsundum dag hvern. Að sama skapi snertum við snjallsímann svo hundruðum eða þúsundum skiptir.

Við það eitt að fara í matvöruverslun snertum við mikinn fjölda vara, og á tímum sóttvarna og heimsfaraldurs sótthreinsum við hendur okkar með spritti áður en við göngum inn í búðina. En hvað svo? Við tökum upp símann í versluninni í leit að uppskrift fyrir kvöldmatinn, skoðum tossalistann, sendum maka skilaboð um hvort eitthvað vanti fyrir morgundaginn og fleira. Þó svo við sótthreinsum hendurnar reglulega verður síminn oftar en ekki útundan. Auk þess liggur síminn oft í volgum buxnavasa en slíkar kringumstæður eru kjöraðstæður fyrir bakteríur og aðra óværu.

Ekki æskilegt að spritta raftæki

Að sögn Brynjars Jóhannesonar er samt ekki æskilegt að spritta snjallsímann eða önnur raftæki. „Þegar þú kaupir nýjan snjallsíma finnurðu hvernig fingurinn rennur áreynslulaust eftir skjánum með fullkominni svörun, því á skjánum er olíufælin húð sem gerir þetta kleift. En með sífelldri sprittnotkun étur sprittið þessa húð upp. Sama gerist með endurtekinni notkun, en ferlið gerist mun hraðar með sprittnotkun. Eins með opin port á símanum, hátölurum og míkrafónum, ef þú dælir spritti inn um litlu götin á tækjunum geturðu átt hættu á að skemma raftækin. Þar kemur Phonesoap tæknin til sögu,“ segir Brynjar Jóhannesson, innflutningsaðili á Phonesoap tækjunum.

Engir saurgerlar á símanum

Phonesoap er tæki sem sótthreinsar með notkun UV geisla, en útfjólubláir geislar hafa verið notaðir um árabil innan heilbrigðiskerfisins sem viðurkennd sótthreinsiaðferð til að drepa skaðlegar bakteríur og vírusa. Hér er nú loks komin handhæg leið til þess að nota þessa tækni heima hjá sér eða á ferðinni.

Phonesoap varð til fyrir tilstilli ungra frömuða sem lásu ritrýnda grein um saurgerla á snjallsímum. „Hugmyndin var fyrst kynnt í Sharktank sjónvarpsþáttunum og hefur verið fáanleg í Bandaríkjunum  síðan 2009. Það er víst óhuganlega algengt að það finnist lifandi saurgerlar á símum fólks, hvort sem það notar símann á klósettinu eða ekki. Þaðan fengu þessir ungu frumkvöðlar hugmyndina að því að búa til sótthreinsitæki fyrir síma. Þetta er ekki bara svar við núverandi ástandi, heldur er um að ræða almennt hreinlæti. Og þetta virkar ekki bara á snjallsíma heldur á öll raftæki sem og harða hluti sem passa inn í hólfið. UV geislunin er frá öllum hliðum innan í tækjunum og því þarf ekki að snúa raftækjum eða hlutum við sótthreinsun. Þá sótthreinsar tækið sig einnig sjálft í leiðinni.“

Sótthreinsun heima og á ferðinni

Phonesoap tækið er hannað með það í huga að rúma stærsta snjallsímann á markaðnum. „Ef þú ert með lítinn snjallsíma ættirðu að geta stungið airpods með inn í tækið.“

UV geislunin er frá öllum hliðum innan í tækjunum og því þarf ekki að snúa raftækjum eða hlutum við sótthreinsun. Þá sótthreinsar tækið sig einnig sjálft í leiðinni.

Homesoap er stærri útgáfa af sama tæki og tilvalið til notkunar á heimilinu. Hólfið er nógu stórt til þess að rúma fartölvu, stórar fjarstýringar, lyklaborð, spjaldtölvur eða annað. Þá má koma fyrir fleiri en einum hlut í hólfinu. „Þetta eru dæmigerðir hlutir sem fólk þrífur sjaldan sem aldrei, en það eru ótrúlegustu hlutir sem komast í snertingu við þessi tæki. Margir eru að borða máltíðir yfir sjónvarpinu og skipta um stöð með óhreinum fingrum. Gosdrykkir geta gert tækin klístruð sem verður til þess að önnur óhreinindi loða enn betur við þau og margt fleira.“

Hólfið er nógu stórt til þess að rúma fartölvu, stórar fjarstýringar, lyklaborð, spjaldtölvur eða annað.

Hentugt og fljótlegt

Sótthreinsunarhringurinn í Phonesoap og Homesoap tekur um tíu mínútur og eftir það er hluturinn fullsótthreinsaður. „Kosturinn við okkar tæki, framyfir önnur sambærileg tæki á markaðnum, er að Phonesoap og Homesoap eru einnig hleðslutæki og henta því sérstaklega fyrir hlaðanleg raftæki. Það er einfalt að bæta notkun tækjanna við daglega rútínu og halda þannig raftækjunum hreinum. Til dæmis er hentugt að skella snjallsímanum í sótthreinsun og hleðslu um leið og þú kemur heim eftir vinnuna.“

Það er einfalt að bæta notkun tækjanna við daglega rútínu og halda þannig raftækjunum hreinum.

Á Homesoap, Phonesoap3 og Phonesoap Go eru tvö hleðslutengi sem gerir kleift að hlaða tvö raftæki í einu og sótthreinsa annað eða bæði á sama tíma. Þá er Phonesoap Go með innbyggða rafhlöðu til að hlaða eða sótthreinsa. Þá er hægt að sótthreinsa símann 45 sinnum eða fullhlaða 2-3 sinnum. Phonesoap Wireless getur svo annaðhvort sótthreinsað, eða hlaðið símann, úrið eða heyrnatólin með þráðlausri hleðslu.

Phonesoap tæknin virkar langbest á harða fleti eins og síma, snjalltölvur, fjarstýringar, sem og almenna harða hluti eins og snuð, leikföng og fleira. „Hins vegar getum við ekki ábyrgst að tækið virki jafn vel á mjúka hluti enda er textíll útsettur litlum götum sem erfitt getur verið fyrir geislana að fara í gegnum. Í tilfelli andlitsgríma er ekki nóg að nota Phonesoap til að sótthreinsa þær,“ segir Brynjar.

Phonesoap tæknin virkar langbest á harða fleti eins og síma, snjalltölvur, fjarstýringar, sem og almenna harða hluti eins og snuð, leikföng og fleira.

Hreinna loft og betri heilsa

Airsoap er byltingarkennt lofthreinsitæki sem byggir á sömu tækni og Phonesoap og Homesoap. „Airsoap notar ekki hefðbundna HEPA filtera líkt og önnur lofthreinsitæki, heldur sérstakan endurnýtanlegan filter sem þarf aldrei að skipta út og er jafnvel hægt að þrífa í uppþvottavél. Sían í Airsoap er virkari en hefðbundinn HEPA filter. HEPA gómar agnir sem eru allt niður í 300 nanómetra að stærð á meðan Airsoap fílterinn gómar agnir sem eru allt niður í 14 nanómetra. Til samanburðar er inflúensuveiran 80-120 nm að stærð og venjuleg kvefveira 30 nm, sem sýnir að Airsoap getur unnið gegn þessum óværum á meðan hepa filter dugar skammt. Þegar upp er staðið er Airsoap mun virkari, umhverfisvænni og ódýrari en venjulegt lofthreinsitæki sem byggir á HEPA fíltertækni. Venjulegur HEPA fílter kostar um 5-10.000 kr. og þarf að endurnýja á 2-3 mánaðar fresti, sem er dágóður kostnaður á nokkrum árum.“

HEPA gómar agnir sem eru allt niður í 300 nanómetra að stærð á meðan Airsoap fílterinn gómar agnir sem eru allt niður í 14 nanómetra.

Af hverju lofthreinsitæki?

Lofthreinsitæki eru mjög hjálpleg á heimilinu og fer notkun slíkra tækja sífellt vaxandi hér á landi. „Húsin verða sífellt þéttari og loftskiptin minni. Allskonar ryk, hár, lykt og fleira á því erfiðara með að komast út ef ekki er loftað mjög reglulega og íbúðin þrifin rækilega. Airsoap lofthreinsitækið er meðal annars mjög hjálplegt þegar kemur að því að hreinsa ofnæmisvalda eins og dýrahár, sveppagró, frjókorn eða annað úr loftinu og getur hjálpað til við að koma í veg fyrir og halda niðri ofnæmisviðbrögðum. Einnig hjálpar Airsoap við að halda niðri ryki í lofti, en ryk er einnig mjög algengur ofnæmisvaldur. Ég sá strax mun á krökkunum mínum þegar ég byrjaði að nota Airsoap heima hjá mér. Þau voru áður alltaf með stíflað nef, en Airsoap hjálpar nú við að halda því í lágmarki.“

Drepur myglusveppinn

Kosturinn við Airsoap tæknina er sá að ásamt því að sía loftið, þá sótthreinsar tækið það einnig. Bakteríur, gró og aðrar óværir sem fara í gegnum Airsoap drepast við sótthreinsunina. „Ef það fer t.d. myglusveppagró í tækið þá vex það ekki inni í tækinu. Aftur á móti gæti gró sest í hefðbundnum HEPA filter, vaxið og svo þegar kveikt er á tækinu dreifist sveppagró um allt hús.“

Airsoap lofthreinsitækið er meðal annars mjög hjálplegt þegar kemur að því að hreinsa ofnæmisvalda eins og dýrahár, sveppagró, frjókorn eða annað úr loftinu og getur hjálpað til við að koma í veg fyrir og halda niðri ofnæmisviðbrögðum.

Sjálfvirk hreinsun

Það tekur Airsoap um klukkustund að lofthreinsa 40 fm. Það er auðvelt að stilla Airsoap tækið en einnig er hægt að stilla það á auto. Þá sér það um að stilla sig sjálft út frá mælingu á loftgæðum. „Ef ég til dæmis steiki hamborgara þá nemur tækið sjálfkrafa reykinn og lyktaragnirnar í loftinu, loftgæðamælirinn færist strax frá því að vera grænn yfir í rautt og tækið rýkur í gang. Það líða ekki nema nokkrar mínútur þangað til mælirinn er aftur orðinn grænn og lyktin er farin. Airsoap hreinsar loftið mun betur en hefðbundinn eldhúsháfur.“

Phonesoap, Homesoap og Airsoap fást í vefverslun www.phonesoap.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum