fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Kynning

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 10:03

Philips E Line tölvuskjárinn skilar frábærri upplausn og sýnir 1ö4% af sRGB litasviði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er útsalan í Tölvulistanum í fullum gangi, en þar er allt að 50% afsláttur af yfir 1000 tölvuvörum. Frábær tilboð á fartölvum, skjám, netbúnaði, prenturum og leikjavörum, svo fátt eitt sé nefnt. Hér hjá Tölvulistanum höfum við tekið saman nokkrar góðar vörur eða vöruflokka sem henta vel fyrir heimaskrifstofuna.

Lyklaborð og mýs í úrvali

Valin lyklaborð og mýs eru nú á 10-30% afslætti, en til dæmis er 8200M lyklaborð og mús frá Rapoo á 30% afslætti. Þetta þráðlausa sett er tilvalið fyrir heimaskrifstofuna, en hægt er að tengja það við allt að þrjú tæki í einu og er auðvelt að skipta á milli tækja. Það er einnig með íslensku stafasetti og margmiðlunartökkum til að gefa snöggan aðgang í margmiðlunarspilun, stýra hljóðstyrk og fleira. Fullt verð er 9.995 kr. en nú er settið á aðeins 6.997 kr.

Skoðaðu úrvalið á lyklaborðum og músum í vefverslun tölvulistans.

Rapoo lyklaborð og mús er frábær tvenna.

Auka skjár fyrir þægilegri vinnuaðstöðu

Hvort sem þú vinnur á fartölvu eða borðtölvu, þá er oft mikið þægilegra að vinna með tveimur eða fleiri skjáum. Það er því tilvalið að nýta útsöluna til að bæta við skjá, en valdir tölvuskjáir eru á 10-25% afslætti. Við mælum með Philips E Line 27“ tölvuskjánum, en skjárinn er með þriggja hliða rammalausri hönnun og QHD upplausn (2560×1440) sem skilar sér í allt að 43% meira vinnuplássi en skjáir í FullHD (1920×1080). Skjárinn sýnir 104% af sRGB litasviði, sem tryggir að þú sjáir efnið eins og það var hannað hvað varðar vörur, vefsíðuhönnun o.fl. Skjárinn er á 15% afslætti á útsölunni og kostar nú 38.246 kr. í stað 44.995 kr.

Skoðaðu úrvalið af tölvuskjáum á tl.is.

T1 leikjastóllstóll er tilvalinn á heimaskrifstofuna.

Leikjastólar fyrir langa daga

Það er tilvalið að fá sér leikjastól fyrir heimaskrifstofuna, þar sem þeir eru flestir hannaðir fyrir góðan stuðning og langa setu. Nú eru valdir stólar á 10-25% afslætti. Til dæmis kostar T1 Race 2018 leikjastóllinn frá Corsair 50.996 kr. á útsölunni (fullt verð 59.995 kr.). Hann er hannaður með breiðu og háu baki sem veitir góðan stuðning í gegnum daginn. Nylon Cater hjól renna mjúklega yfir gólfið án þess að rispa og armana má stilla til að henta þínum þörfum. Að auki þá má halla bakinu alveg aftur til að ná smá slökun á milli funda.

Skoðaðu úrvalið af leikjastólum og finndu þann sem hentar þinni skrifstofu á tl.is.

 

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að gæta að smitvörnum og nýta stafrænar leiðir til að versla á útsölunni. Til dæmis er lítið mál að panta á netinu á tl.is og velja að sækja í eina af okkar 6 verslunum um land allt, en við sendum einnig heim að dyrum eða á næsta pósthús með Póstinum. Þá er alltaf hægt að hringja í okkur á opnunartíma verslana eða senda tölvupóst á sala@tl.is til að fá frekari ráðgjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
17.07.2020

Allt að 70% afsláttur á útsölunni hjá Kúnígúnd

Allt að 70% afsláttur á útsölunni hjá Kúnígúnd
Kynning
16.06.2020

Ísland vill sjá þig í sumar: Bílabúð Benna leggur ferðaþjónustunni lið

Ísland vill sjá þig í sumar: Bílabúð Benna leggur ferðaþjónustunni lið
Kynning
15.06.2020

Brúðkaupsgjafalistar Kúnígúnd þægilegir og einfaldir fyrir bæði brúðhjónin og gestina

Brúðkaupsgjafalistar Kúnígúnd þægilegir og einfaldir fyrir bæði brúðhjónin og gestina
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið
Kynning
23.05.2020

Umhverfisvæn byggingarefni

Umhverfisvæn byggingarefni