fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
Kynning

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 16. mars 2020 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyoto Glow endurspeglar vinsældir heilbrigðs lífstíls og jafnvægis í matargerð.

Í dag frumsýnir KitchenAid lit ársins 2020, Kyoto Glow eða Kyoto grænan. KitchenAid er þekkt fyrir að vera leiðandi afl í litavali og að vera vörumerki sem fagnar þeim sem hafa ástríðu fyrir matargerð. Á hverju ári velur KitchenAid lit ársins sem ætlað er að endurspegla samtímann sem og að veita innblástur í eldhúsinu. Í ár völdu KitchenAid litinn Kyoto Glow, sem endurspeglar þörf okkar fyrir heilbrigði, jafnvægi og bjartsýni með þessum bjarta en jafnframt friðandi litatón.

Eftir umfangsmikla rannsóknarvinnu á menningu og litaþemum síðustu ára valdi KitchenAid Kyoto Glow sem sameinandi litrænt tákn fyrir heiminn. Á tímum þar sem við erum betur tengd en nokkru sinni fyrr, erum við mörg í sífelldri leit eftir endurnæringu og jafnvægi í heilsu okkar að innan sem utan. KitchenAid skapaði því Kyoto Glow með það fyrir augum að eldhúsið sé griðarstaður þar sem við leitum fyllingar á fleiri en einn hátt. Kyoto Glow er litur sem endurspeglar þörf okkar fyrir heilbrigðar upplifanir.

Nafn Kyoto Glow litarins er innblásið af borginni Kyoto í Japan sem í hnotskurn er holdgervingur hugmyndarinnar um jafnvægi og ró. Á vorin, tíma endurfæðingar, springa blómin út á kirsuberjatrjánum og eru í andstöðu við himinhá fjöllin umhverfis borgina sem er táknrænt fyrir jafnvægi náttúrunnar.

„Kyoto Glow breytir ekki einungis eldhúsinu í endurnærandi griðarstað þar sem hlaða má batteríin og seðja hungrið, heldur er liturinn einnig táknrænn fyrir fjölbreytt samfélag og sjálfsást,“ segir Dísa Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi KitchenAid á Íslandi. „Liturinn var valinn til þess að veita innblástur í matargerð á heimsvísu og til þess að næra sköpunargáfu fólks í eldhúsinu en jafnframt til þess að vera táknmynd heilbrigðs lífstíls bæði í matargerð og utan þess. “

KitchenAid leitast eftir því að endurspegla hugmyndir um heilsu og heilbrigðan lífsstíl með lit ársins 2020 á þeirra sívinsælu Artisan KitchenAid hrærivél og K400 blandaranum. Á meðan hrærivélin veitir áhugakokknum jafnvægi til þess að kanna endalausa möguleika, veitir K400 blandarinn tækifæri til þess að skapa góðar blöndur sem leika við bragðlaukana og þar með veita áhugakokkinum sjálfstraustið til þess að blása lífi í heilsusamlegar uppfinningar sínar. K400 blandarinn og Artisan hrærivélin verða fáanleg á Íslandi um mánaðarmót mars og apríl 2020.

KitchenAid veit vel að litir heimilisins endurspegla persónuleika heimilisfólksins. Vörurnar, í sínum bjarta græna lit passa vel við fjölbreytta litaflóru róandi lita eins og ljósbláan, gulan og fölbleikan eða hlutlausari liti eins og mattan svartan, silfraðan eða perluhvítan. Því má auðveldlega breikka litrófið í eldhúsinu og sýna þannig persónuleika áhugakokksins. Kyoto Glow færir heimilum heilbrigt og heilandi andrúmsloft með líflegum litnum sínum, birta hans gefur ferskan andblæ en jafnvægi hans hefur friðandi áhrif.

Með Kyoto Glow varpar KitchenAid ljósi á bjartsýnina að baki ástríðu áhugakokksins, jafnt í eldhúsinu sem utan þess.

Kyoto Glow glæðir sköpunargáfuna lífi og hefur hvetjandi áhrif á ástríðuna. Kyoto Glow á heima á hvaða eldhúsbekk sem er sem áminning um persónulegt jafnvægi sjálfsástar og þess að lifa af öllu hjarta.

UM KITCHENAID

Síðan hin heimsþekkta hrærivél var fyrst kynnt til sögunnar árið 1919 og fyrsta uppþvottavélin 1949, hefur KitchenAid byggt á grunni þessara goðsagnakenndu tækja til þess að þróa heilu vörulínurnar sérstaklega gerðar fyrir þá sem hafa ástríðu fyrir matargerð.

Í dag býður KitchenAid vörumerkið upp á nærri því öll möguleg tæki sem þarf í vel útbúið nútímaeldhús. Vörulína KitchenAid inniheldur allt frá hrærivélum yfir í eldunartæki, frá kæliskápum í búsáhöld og vínskápa. Árið 2019 fagnar vörumerkið 100 ára afmæli. KitchenAid er hluti af Whirlpool Corporation fyrirtækinu, sem er leiðandi í heiminum í stórum heimilistækjum, veltir um það bil $21 milljarði í sölu á ári, hefur um 92.000 starfsmenn og 70 verksmiðjur og rannsóknarstofur síðan árið 2017. Fyrirtækið markaðssetur Whirlpool, KitchenAid, Maytag, Consul, Brastemp, Amana, Bauknecht, Jenn-Air, Indesit og fleiri stór vörumerki í nærri því öllum löndum heimsins. Miðstöð Whirlpool Corp. í Evrópu er staðsett í Pero (MI) á Ítalíu. Nánari upplýsingar um KitchenAid má nálgast á vefsíðu KitchenAid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
11.06.2021

Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!
Kynning
12.03.2021

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum
Kynning
08.03.2021

Hleðslan – Nú eru góð ráð ekki dýr

Hleðslan – Nú eru góð ráð ekki dýr