fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Kynning

Valentínusarhelgin verður ekki fullkomnuð nema maður geti kúrt í sófanum með góða bók

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 14. febrúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amor, Eros, Kúpíd, Venus, Afródíta! Ástin er alltumlykjandi á þessum degi heilags Valentínusar og hvað er meira viðeigandi á slíkum degi en að sökkva sér í góða ástarsögu á meðan úti geysar stormur? Rauða serían er ef til vill ein þekktasta birtingarmynd ástarsagna á Íslandi enda eru bækurnar víðlesnar af körlum og konum á öllum aldri. Rauða serían varð til árið 1985 þegar Rósa fékk þá flugu í höfuðið að gefa út vasabrotsbækur á íslensku. Þrjátíu og fimm árum síðar hefur hún nú gefið út 2.716  titla, þar af 761 rafbækur og 26 hljóðbækur. „Ég er hvergi nærri hætt enda er lesendahópurinn stór og tryggur og svo er þetta einfaldlega svo gaman,“ segir Rósa Guðmundsdóttir.

Ástin breytist aldrei

„Þegar ég horfi til baka hafa orðið ótrúlegar breytingar á þessum 35 árum. Samt erum við alltaf að leita að því sama. Það er gleði og hamingja. Ástin breytist aldrei og hún eldist ekki heldur. Við viljum öll að börnin okkar fái allt það besta, góða heilsu og frábæra framtíð. Þetta endurspegla bækur Rauðu seríunnar. Bækurnar byggjast á spennu og gleði og þær enda allar vel þannig að lesandinn situr ekki eftir með hugann í uppnámi. Þær uppfylla það sem lesandinn leitar eftir þegar hann sest niður til að lesa bók. Samkvæmt nýjustu tölum eru Íslendingar duglegir að lesa spennusögur, en fjórar af hverjum sex bókum Rauðu seríunnar eru spennusögur. En ég gef líka út mýkri sögur eins og Ástarsögur og Sjúkrahússögur fyrir þá sem vilja lesa þannig sögur.“

Góð þýðing er undirstaða góðrar bókar

Ásútgáfan fær sendar sextíu nýjar bækur á ensku á mánuði frá bókaútgáfunni Harlequin Enterprises. „Sjálf les ég um 15-20 bækur mánaðarlega til þess að velja í flokkana, sem eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sama gildir með lesendurna, en lesendahópurinn er afar fjölbreyttur.“ Rósa bíður stundum í nokkur ár með útgáfu og safnar bókum saman í seríu. „Hver höfundur skrifar sjaldan meira en tvær bækur á ári um sömu fjölskylduna. Þá geymi ég bækurnar þangað til þær eru allar komnar og gef þær út allar í röð. Lesendur mínir vilja flestir lesa alla seríuna í einum rykk og láta ekki bjóða sér að fá 1–2 bækur á ári í fjögur ár. Við höfum ávallt lagt mikið upp úr því að hafa bækurnar á góðri íslensku og erum svo heppin að eiga frábæra og vel menntaða þýðendur. Góð þýðing er enda undirstaða góðrar bókar.“

Ódýri bókapakkinn fyrir alla fjölskylduna

Ásútgáfan gefur út stakar bækur en einnig saman í stórsniðugum pakka. „Það góða við þessa pakka er að bækurnar eru úr ólíkum seríum. Í pakkanum eru fjórar bækur og tvö blöð, allt úr sex mismunandi seríum sem eru hverri annarri ólíkari. Þá getur hver fjölskyldumeðlimur fengið eitthvað að lesa við sitt hæfi. Konan vill kannski ekki lesa ljótar sögur og vill bara lesa ljúfar og fallegar sögur. Ástarsögurnar og Sjúkrahússsögurnar falla þá vel í kramið hjá henni. Svo vill bóndinn kannski hafa eitt til tvö morð í sinni sögu og meiri spennu. Þá getur hann valið sögur úr Ást og undirferli flokknum eða Ást og afbrot, en þær eru harðastar. Unglingarnir hafa verið mjög hrifnir af Ást og óvissa sem eru meira eins og kúrekasögur. Svo eru Örlagasögurnar alltaf sívinsælar hjá öllum kynjum. Þessar seríur hafa algerlega slegið í gegn og ég held að það sé vegna þess að við Íslendingar erum svo mikið fjölskyldufólk. Við viljum vita hvað er að gerast hjá öllum meðlimum fjölskyldunnar og svo eru alltaf að finnast launbörn í sögunum sem rugla allt.“

Sögur sem falla í kramið

Bækurnar sem koma út frá Ásútgáfunni lúta ákveðnum lögmálum og væntingum sem verður að uppfylla. „Í fyrsta lagi þarf að vera efni í henni, á blaðsíðu fimmtán þarf að vera komin spenna. Við stílum inn á rómantíkina og spennuna og svo hafa gömul óleyst sakamál verið verulega vinsæl. Sagan þarf einnig alltaf að enda vel, því að bækurnar eiga að ganga upp og fólk verður að ná saman í lokin. Lesendur vilja ekki vera skildir eftir í uppnámi með óljós endalok. Við lesum til að öðlast gleði, ekki til að búa til ný vandamál.“

Þú finnur allar bækurnar í rafbókabúðinni

„Þegar ég byrjaði með rafbókbúðina hafði ég áhyggjur af því að prentuðu bækurnar myndu falla í sölu en því fór fjarri lagi. Það er alveg nýr lesendahópur sem kaupir rafbækurnar. Margir Íslendingar sem búa erlendis vilja lesa á íslensku. Svo er eldra fólkið sem hefur alltaf lesið bækurnar en sér illa. En það getur lesið á spjaldtölvu. Ég sendi þeim bækurnar í Word-skjali svo það þurfi ekki að hlaða þeim niður af netinu. Það er t.d. mjög vinsælt að gefa spjaldtölvu með áskrift að bókum Ásútgáfunnar í jólagjöf. Eftir að rafbók hefur verið keypt er alltaf hægt að sækja hana aftur inn á „mínar síður“ í rafbókabúðinni í hvaða tölvu sem er. Margir kaupa 10–15 rafbækur áður en farið er í frí og lesa svo í rólegheitum í spjaldtölvunni eða Kindle á ströndinni eða bústaðnum sem hefur ekkert internet. Rafbókabúðin kemur líka að góðum notum þegar uppgötvast að það vantar kannski eina bók í einhverri ákveðinni seríu. Þá má bóka að hún er til í rafbókabúðinni því þær eru alltaf til þar.“

Bækurnar frá Ásútgáfunni má finna í öllum bestu bókabúðum landsins sem og fjölmörgum matvöruverslunum.

Nánari upplýsingar má nálgast á asutgafan.is

Mynd: Eyþór Árnason

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum