fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Katla í takt við tímann

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 19. desember 2020 08:00

Rannveig segir mikilvægt að hlusta á kröfur neytenda og gera breytingar í takt við breytta tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla hefur verið með þjóðinni í 66 ár og allan þann tíma veitt innfluttum vörumerkjum harða og göfuga samkeppni á ýmsum sviðum.

Katla er gamalgróið fjölskyldufyrirtæki sem byggir á gömlum og traustum grunni. Á sínum tíma var fyrirtækið brautryðjandi í pökkun kornvara og ýmissa nýlenduvara í neytendaumbúðir. Í dag er um að ræða eitt þekktasta vörumerki í íslenskum matvælaiðnaði. „Fyrirtækið er eitt af fáum íslenskum matvælafyrirtækjum með alþjóðlega gæðavottun, BRC, en slík vottun er grundvöllur fyrir útflutningi á neytandavörum í erlendar verslunarkeðjur.

Á þeim tíma sem fyrirtækið var stofnað, 1954, bjó þorri þjóðarinnar í sveitum landsins og kom í kaupstaðarferðir einu sinni til tvisvar á ári til að gera stórinnkaup. Það hefur því ansi margt breyst frá stofunun fyrirtækisins,“ segir Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu.

Að sögn Rannvegar kom Katla í hennar fjölskyldu árið 1986 þegar faðir hennar, Tryggvi Magnússon, keypti fyrirtækið. „Hann hefur verið aðaleigandi og forstjóri þess síðan. Þá var Katla til húsa í Vatnagörðum og starfsmennirnir 12. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað síðan þá, þó það hafi auðvitað stundum verið á brattann að sækja. Í dag er Katla meðalstórt íslenskt framleiðslufyrirtæki með 20 starfsmenn. Starfsmannafjöldinn hefur því vaxið gegnum tíðina á sama tíma og fyrirtækið hefur vélvæðst mikið,“ segir Rannveig.

Nándin við viðskiptavinina

Katla hefur í gegnum tíðina verið með puttann á púlsinum þegar kemur að vöruþróun. „Nokkrar af okkar allra vinsælustu vörum hafa komið til á þann hátt og þar má helst nefna amerísku pönnukökurnar í hrista og baka línunni, jólasmákökudeigið og glassúrinn okkar. Vöruþróunin helst svo í hendur við samkeppnina við innfluttar vörur, en ég tel að við höfum staðið okkur afar vel á þeirri keppnisgrundu. Við leggjum sérstaka áherslu á að hafa Kötlu í takt við nýja tíma og hlusta á kröfur nútímaneytandans. Það gerum við án þess þó að missa tenginguna við þann sterka grunn sem fyrirtækið byggir á.

Þá höfum við alltaf einbeitt okkur að því að hafa gæði og öryggi í fyrirrúmi og neytendur treysta okkur vel í þeim samanburði. Það er einnig gríðarlega gott að hafa sterkt innlent vörumerki sem nýtur trausts í því samhengi. Þá er nándin við viðskiptavinina lykilatriði. Við erum dugleg að hlusta á viðskiptavini okkar og breyta í takt við tímann. Til dæmis tókum við út ákveðin litarefni úr glassúrnum okkar fyrir síðastu jól og settum inn náttúruleg litarefni í staðinn. Það var að kröfu foreldra sem vildu eiga þann kost að gefa börnunum sínum betri vöru. Það hefur mælst mjög vel fyrir.“

Nýjar og spennandi hollustupönnukökur
Rannveig er stolt af því að í janúar kemur ný vara á markað frá Kötlu. „Þá erum við að koma með mjög spennandi nýjung í janúar en það eru sykurlausar prótein pönnukökur. Þær eru hugsaðar fyrir þá sem huga að heilsunni en vilja samt bragðgóða vöru. Síðan erum við með ýmislegt annað spennandi í farvatninu. Það er gaman að sjá neytendurna okkar yngjast og koma með nýjar kröfur sem okkur er ljúft og skylt að uppfylla.“

Flaggskipið er neytendavaran

Katla er ekki bara með bökunarvörur, sem kemur kannski mörgum á óvart, því fyrirtækið framleiðir einnig vörur fyrir fisk- og kjötiðnaðinn. „Flestir þekkja okkur sem bökunarvörufyrirtæki enda er vörumerkið okkar sterkt á því sviði.
En við erum með fjögur svið innan fyrirtækisins; neytendasvið, fiskiðnaðarsvið, kjötiðnaðarsvið og bakarasvið. Þetta kemur aðallega til vegna þess að það eru ákveðin samlegðaráhrif á milli sviðana og hefur reynst afar vel í gegnum tíðina að vera með meiri fjölbreytni til að byggja á, en um 20% af heildarsölu okkar fer til útflutnings. Einnig sérframleiðum við fyrir ýmsa stóra íslenska aðila undir þeirra vörumerkjum. Okkar flaggskip er auðvitað alltaf neytandavaran, sú sem við byggjum allt hitt á.“

Valið skiptir lykilmáli

Rannveig er fullviss um mikilvægi þess að upphefja íslenska matvælaframleiðslu eftir fremsta megni. „Fyrir það fyrsta er það auðvitað atvinnuskapandi og eykur verðmætasköpun innanlands. Svo er íslensk matvælaframleiðsla mikilvægur hlekkur í að auka við vöruframboð á landinu því án íslenskrar framleiðslu væri vöruframboð hérlendis mun fátæklegra. Það er því til mikils að vinna fyrir alla að velja íslenskar vörur. Það felast gríðarleg tækifæri í matvælaiðnaði í dag, ekki síst út frá breyttum kröfum neytenda, umhverfismálum og aukinni sjálfbærni í framleiðslu. Það er afar mikilvægt að hinn almenni neytandi átti sig á því hversu mikil áhrif hann getur haft með því einu að huga að sínu vöruvali. Að velja íslenskar vörur og styðja þannig við innlenda framleiðslu og störf í landinu. Ábyrgð okkar fyrirtækjanna er á móti að tryggja gæði, gegnsæi og samkeppnishæft verð á sama tíma og við tryggjum afkomu og öryggi okkar starfsfólks.“

Hægt er að lesa nánar um átakið Íslenskt – Láttu það ganga á gjoridsvovel.is og facebooksíðunni: Íslenskt gjörið svo vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum