Nýja 10. kynslóð Intel® Core™ örgjörva er mætt á markaðinn, sem þýðir enn betri vinnsla, bætt afkastageta og enn betri stuðningur fyrir rafíþróttir og aðra afþreyingu og tölvuvinnu. Þessir nýju örgjörvar innihalda fjöldann allan af nýrri og uppfærðri tækni. Innbyggðir greindarstýrðir eiginleikar læra á það sem þú ert að gera og aðlagast þinni vinnu, til að beina orkunni þangað sem þú þarfnast hennar mest.
Nýttu tenginguna enn betur
Að auki kemur þessi kynslóð með innbyggðu Intel® WiFi6 (Gig+), Intel® Ethernet Connection I225 og Thunderbolt™ 3 tækni sem nýta nettenginguna betur og forgangsraða verkefnum sem nýta þráðlaust eða vírað net.
Með krafti tíunnar verður hrein unun að spila tölvuleikina!
Tölvulistinn býður upp á öflugar gæðatölvur með tíundu kynslóðar örgjörva svo þú getir stundað rafíþróttir, unnið myndir og myndbönd með geggjaðri tækni í krafti tíunnar!
Acer Nitro 5 er alger sleggja
Asus VivoBook 15 fislétt og þægileg
Apple MacBook Pro 2020 fyrir þá kröfuhörðu
Úrvalið er ótrúlegt í Tölvulistanum og allir ættu að geta fundið fartölvu við hæfi. Ef þú ert í einhverjum vafa getur þú kíkt við í næstu verslun Tölvulistans eða sent tölvupóst á sala@tl.is til að fá frekari ráðgjöf.