fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

„Ferillinn var ekki alltaf dans á rósum,“ segir matreiðslumeistarinn Örn Garðarsson

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 6. september 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örn Garðarsson hefur rekið veisluþjónustuna Soho um árabil, en á staðnum er starfrækt mjög öflug flokkun. Einnig rækta menn þar eigin kryddjurtir og laga allt frá grunni, baka öll brauð sem og kökur. Örn á að baki afar spennandi, ævintýraríkan og farsælan matreiðsluferil og þar er orðum hvergi ofaukið. „Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum en ég hef lært ótrúlega margt af hverju einasta verkefni og nýti mér það óspart hjá Soho,“ segir Örn.

 

Gæðin spyrjast út með matnum

Viðskiptavinir eru sýnilega ánægðir með þjónustuna frá Soho og leita til staðarins aftur og aftur. „Eftir að hafa bragðað matinn okkar leita veislugestir til Soho fyrir sínar veislur. Það má því segja að gæðin spyrjist út með matnum. Það eru margir matseðlar í boði og því ekki nokkur hætta á að vera með sama matarúrval og vinafólkið eða ættingjarnir. Þó svo að við bjóðum upp á staðlaða matseðla erum við afar liðleg með að skipta út réttum, allt eftir því hvað kúnninn vill. Gestgjafar og gestir eru með mjög mismunandi kröfur í mataræði og við þjónum öllum eftir bestu getu. Ég hef til dæmis virkilega gaman af því að framreiða grænmetisrétti og veganfæði.“

Fjölbreytt veisluþjónusta og hádegisverðarstaður

Hjá Soho starfa fjórir matreiðslumenn þar af einn meistari, einn bakarameistari, tveir kokkanemar, og um tíu aðstoðarmenn. „Soho býður upp á afar fjölbreytta veisluþjónustu og veitingar fyrir ýmiss konar tilefni, allt frá vöggu til grafar,“ segir Örn kankvís og bætir við: „Við sjáum um skírnarveislur, brúðkaup, erfidrykkjur og allt þar á milli. Það hefur verið mikil aukning hjá okkur í umsjón á hádegismat í fyrirtækjum og kaffiveitingum fyrir fundahald. Einnig rekum við hádegisverðarstað í Keflavík að Hrannargötu 6. Við erum með nokkra fasta rétti á matseðli og svo nokkra breytilega. Þetta er sennilega vinsælasti hádegisverðarstaðurinn í bænum.“

 

Örn heillaðist sem ungur drengur af mat. „Þá á ég sérstaklega við tæknina á bak við matinn: samsetningu á bragði og áferð og fleira. Í seinni tíð hefur áhuginn aukist á aðferðafræðinni, geymsluaðferðum, hægeldun og nýtingu. Í dag hef ég gaman af því að setja saman uppskriftir og láta kokkana elda eftir þeim. Oftar en ekki verður útkoman mjög nálægt því sem ég hafði gert mér í hugarlund. Þar liggur munurinn á kokki (e. cook) og matreiðslumeistara (e. chef). Sá síðarnefndi getur hugsað upp uppskriftir án þess að þurfa að smakka þær til, en kokkurinn gerir matinn og sannreynir bragðið og áferðina. Meistarinn er þá eins og hugsuðurinn á meðan kokkurinn framkvæmir.“

Stjörnum prýddur kokkur

Örn lærði fyrst um sinn hjá Gísla og Stebba í Brauðbæ. Eftir nám lá leiðin til Frakklands þar sem launin voru í formi reynslu og færni frekar en peninga. „Mánuðirnir tveir á Hotel de Crillon og sex á sveitahóteli í Avignon jöfnuðust á við þau fjögur ár sem ég var í námi á Íslandi. Það var unnið alla daga, 12–16 tíma vaktir og maður var heppinn ef maður fékk frí á sunnudögum og mánudögum. Ég man ekki hvort veitingastaðurinn Crillon í París var með tvær eða þrjár Michelin-stjörnur, en hótelið var allavega með fimm.“ Örn var sömuleiðis í tíu ár í kokkalandsliði Íslands og lengi vel fyrirliði þess. „Þetta var frábær tími en það er nær ómögulegt að halda þeim bolta á lofti ásamt því að vera með eigin rekstur, svo ég varð að segja mig úr liðinu.“

 

Sneri aftur auralaus og tók við ógjörningarekstri Borgarinnar

„Auralaus sneri ég aftur til Íslands, eftir launalaust ár í Frakklandi við að safna í reynslubankann. Íris, konan mín, beið heima ásamt ungri dóttur okkar, sem er orðin stór núna og ég er ótrúlega stoltur af. Það er hún Sigga Dögg kynfræðingur. Ég fékk vinnu á Grillinu á Hótel Sögu (Radisson Sas í dag) en var samt alltaf með hugann við Frakkland. Eftir tvö ár fékk ég atvinnutilboð frá Frakklandi og á sama tíma bauðst mér starf hjá Lækjarbrekku sem yfirkokkur, aðeins 22 ára. Ég stökk ólmur á það tækifæri og var á Lækjarbrekku í sex ár. Svo lá leiðin til Keflavíkur á heimaslóðir. Þar starfaði ég á Flughótelinu og rak svo Glóðina í þrjú ár. Það var þá sem Búllu-Tommi bauð mér að taka við veitingarekstri á Borginni, sem var í raun bjarnargreiði. Það hefur alltaf verið ógjörningur að reka veitingahús á þessum stað en mér tókst að halda lífi í staðnum í sex ár, áður en hann fór á hausinn. Ætli það sé ekki lengsta rekstrarsaga veitingamanns á Borginni síðan Jóhannes byggði hana?“

Misheppnað ævintýri í Noregi endar í farsælli veisluþjónustu

Sneri Örn þá aftur til Keflavíkur og opnaði lítinn veitingastað. „Árið 2003 ætluðum við svo opna veisluþjónustu í Noregi. Eftir að hafa sagt upp leigunni á staðnum, tilbúinn til brottferðar, datt planið upp fyrir og ég sat í súpunni með slatta af pottum og pönnum og engan rekstur. Árið 2007 opna ég svo veisluþjónustuna Soho. Í byrjun fórum við á milli og elduðum fyrir veislurnar á hverjum stað fyrir sig uns við komum okkur upp litlu húsnæði og komum upp alvöru veisluþjónusturekstri. Síðan þá höfum við flutt úr 97 fermetra húsnæði í 350 fermetra hús og erum að huga að enn frekari stækkun.“

 

Soho veisluþjónusta er að Hrannargötu 6, 230 Reykjanesbæ, og sendir hvert á land sem er.

Nánari upplýsingar á soho.is

Sími 421-7646

Vefpóstur: soho@soho.is

Fáðu tilboð í þína veislu.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum