fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Kynning

Alþjóðlegt orgelsumar: „Spilaði á orgelið með hæl og tá“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju er árleg tónleikaröð sem fór af stað í byrjun sumars í 27. sinn og stendur hún allt til 28. ágúst. Listvinafélag Hallgrímskirkju býður til orgelveislu með fjölbreyttri orgeltónlist þar sem framúrskarandi organistar, íslenskir og erlendir leika á Klais-orgelið heimsfræga í Hallgrímskirkju.

 

Klais-orgelið laðar margan organistann að

„Hallgrímskirkja er þekkt úti í heimi bæði fyrir einstakan hljómburð og fyrir hið glæsilega Klais-orgel og er auðvelt fyrir okkur að fá frábæra organista til að koma og spila á það. Erlendir organistar standa bókstaflega í röðum og bíða eftir tækifæri að fá að spila á orgelið og þeir sem hafa komið áður vilja endilega koma aftur. Orgelið í Hallgrímskirkju býður upp á bestu skilyrði til flutnings á orgeltónlist frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar. Organistarnir, sem koma fram á hátíðinni, velja jafnan efnisskrárnar af miklum metnaði og nota oft tækifærið að flytja mjög kröfuhörð orgelverk, til að heilla áheyrendur. Undanfarnar helgar í höfum við fengið að heyra ýmis spennandi verk sem ekki hafa heyrst áður á Íslandi“ segir Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

Hörður Áskelsson stjórnar einnig Mótettukór Hallgrímskirkju.

Afar fjölbreytt og vegleg dagskrá

Orgeltónleikarnir fara fram á fimmtudögum og laugardögum klukkan 12:00 og á sunnudögum klukkan 17:00. Eins og mörg undanfarin ár leikur sami organistinn bæði á laugardögum og sunnudögum auk þess að koma fram við guðsþjónustu sunnudagsins. Í ár koma „helgarorganistarnir” frá Svíþjóð, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Kanada og Íslandi. Á fimmtudagstónleikunum koma fram íslenskir organistar, stundum í fylgd söngvara eða annarra hljóðfæraleikara. Auk orgeltónleikanna er í hádeginu á miðvikudögum boðið upp á kórtónleika með kammerkórnum Schola cantorum.

 

Aðgangseyrir á hádegistónleikana, fim. og lau. er 2.500 kr. (30 mín.)

Schola cantorum tónleikar, mið. kl. 12:00 kosta 2.700 kr. (30 mín.)

Sunnudagstónleikar kl. 17:00 kosta 3.000 kr. (60 mín.)

Listvinir fá frítt inn á orgeltónleika sumarsins. 

Miðasala á midi.is og við innganginn 1 klst. fyrir tónleika.

 

Ótrúlegt sjónarspil

Orgeltónleikarnir eru bæði fyrir augu og eyru þar sem organistinn flytur verkin við hljómborð niðri í kirkjunni þar sem áheyrendur geta fylgst með. „Það er mikið sjónarspil að sjá þessa snillinga spila, bæði með höndum og fótum.

Isabelle Demers.

Síðustu helgi kom fram ung kanadísk kona, Isabelle Demers, sem flutti m.a. mjög glæsileg orgelverk þar sem hún spilaði eingöngu með fótunum. Það var lyginni líkast að heyra og sjá hvernig henni tókst að miðla þessum glæsilegu verkum með tám og hælum tveggja fóta.“

Hvað er framundan?

„Um verslunarmannahelgina kom organisti Hjallakirkju í Kópavogi, Lára Bryndís Eggertsdóttir, fram á tvennum tónleikum. Á laugardagstónleikunum spilaði hún verk eftir Johann Sebastian Bach og Elsu Berraine. Á sunnudeginum voru á dagskránni verk eftir Bach, Berraine, Gaston Litaize og Jean Guillou.

Susannah Carlsson

Næstu helgi, 10. og 11. ágúst, kemur hin sænska Susannah Carlsson með fjölbreytta efnisskrá. Lau. Sun.

Johannes Geffert

Helgina 17. og 18. ágúst spilar fyrir okkur þýskur orgelprófessor að nafni Johannes Geffert. Lau. Sun.

Mattias Wager.

Mattias Wager dómorganisti frá Stokkhólmi slær botninn í Alþjóðlegt orgelsumar 2019 sunnudaginn 25. ágúst kl 17:00. Mattias er íslensku orgeláhugafólki að góðu kunnur, hefur reglulega komið fram í Hallgrímskirkju s.l. 25 ár, oftar en nokkur annar gestaorganisti. Á þessu ári bauð ég honum að koma að vali á organistum fyrir Alþjóðlegt orgelsumar og að leika á tvennum helgartónleikum. Mattias er mikill meistari í spuna og skreytir efnisskrár sínar jafnan með leik af fingrum fram. Fáðu miða hér.

Guðný Einarsdóttir.

Fimtudagstónleikar

Þann 8. ágúst: Guðný Einarsdóttir organisti í Háteigskirkju í Reykjavík. Miði.

Þann 15. ágúst: Kitty Kovacs organist í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Miði.

Þann 22. ágúst: Eyþór Ingi Jónsson organisti í Akureyrarkirkju. Miði.

Kitty Kovacs.
Eyþór Ingi Jónsson

Sálmafoss á Menningarnótt 24. ágúst

„ Mattias Wager verður einnig með okkur á Sálmafossi í Hallgrímskirkju, sem venju samkvæmt  verður frá kl. 15-21 laugardaginn 24. ágúst. Dagskráin er samfelld allan daginn og munu margir organistar og kórar spila og syngja, bæði saman og í sitthvoru lagi. Einnig verður leikið undir almennan söng kirkjugesta. Sálmafoss hefur átt fastan sess í fjölbreyttri dagskrá menningarnætur í Reykjavík um langt árabil. Kirkjan fyllist af fólki sem kemur og fer. Við búumst við að margir leggi leið sína í Hallgrímskirkju þennan dag og hlýði á fagra tóna frá stóra orgelinu og hljómfögrum kórum. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!“

 

Listrænn stjórnandi: Hörður Áskelsson

Framkvæmdastjóri: Inga Rós Ingólfsdóttir

Umsjón efnisskráa: Sólbjörg Björnsdóttir

Grafísk hönnun: Hafsteinn Sv. Hafsteinsson

Tónleikastjóri: Sólbjörg Björnsdóttir solbjorgb@gmail.com

Aðstoðartónleikastjóri: Pétur Oddbergur Heimisson

Annað starfsfólk: Áróra Gunnarsdóttir, Ásgerður Helga Bjarnadóttir, Oktavía Ágústsdóttir, Ragnheiður María Benedikstsdóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu