fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 09:00

Jóna Hrönn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitt af því sem er svo magnað í kirkjunni er allar þær stundir sem brúa kynslóðarbilið,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur í Garðabænum.

Flesta sunnudaga þegar horft er yfir kirkjuskipið er fólk á aldrinum 1-90 ára á staðnum. Allt byggist upp á einingu og rými fyrir alla óháð aldri. Það eiga allir heilsufarshópar og aldurshópar að eiga sinn stað í safnaðarstarfinu.

Vorhátið Vídalínskirkju er eitt af þeim verkefnum sem sameinar kynslóðirnar, en hún verður nú haldin 12.maí kl.11-13 í Vídalínskirkju.

„Það er uppskeruhátíð þar sem barna- og unglingakórar kirkjunnar stíga fram og láta ljós sitt skína en þeim stjórna hjónin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson, en hann stýrir líka hljómsveit hússins sem stígur á stokk. Þá verður einnig frumsýnt nýtt myndband með barnakórnum.

Unglingakór Vídalínskirkju

 

Barnakór Vídalínskirkju.

TTT hópurinn eru krakkar á aldrinum 10-12 ára sem hafa gert stuttmynd sem þau frumsýna á vorhátíðinni en það eru guðfræðineminn Matthildur Bjarnadóttir og kennaraneminn Jóna Þórdís Eggertsdóttir sem leiða það skemmtilega starf.

Sirkus Íslands mun svo senda til okkar frábæra fjöllistamenn,“ segir Jóna Hrönn og bætir við „en þau hafa komið til okkar síðustu þrjú árin og gera gríðarlega vel.“

Sirkus Íslands

„Það eru foreldra barnanna í barnakórnum sem grilla pylsur ofan í alla enda sterkur og góður hópur. Svo fáum við lánaða hoppukastala frá KFUM/K í Reykjavík sem slá alltaf í gegn hjá yngstu kynslóðinni,“ segir Jóna Hrönn að lokum og vonast eftir blíðviðri um miðjan maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 6 dögum

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 2 vikum

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Klifurhúsið: Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga

Klifurhúsið: Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga